Kjarnasamrunaver til Frakklands 28. júní 2005 00:01 Frakkland hefur verið valið til þess að hýsa kjarnasamrunaofn sem nýta á í tilraunaskyni. Afar vandasamt er að framkalla og stýra kjarnasamruna en skili vinnslan árangri er kominn fram orkugjafi sem talinn er umhverfisvænni en flestar aðrar orkuvinnsluaðferðir. Bandaríkin, Japan, Suður-Kórea, Rússland og Kína, auk Evrópusambandsins, standa þessu umfangsmikla verkefni. Verja á um 830 milljörðum króna í byggingu og rekstur versins og möguleiki er á að allt að tíu þúsund ný hálaunastörf verði til í tengslum við verkefnið. Því hefur samkeppnin um hvar byggja eigi tilraunastöðina verið hörð. Japanar sóttu fast að fá ofninn til sín en féllust svo á að hann yrði byggður í Cadarache, nærri Marseille í Frakklandi, gegn því að Japanar fái að vinna fimmtung sérfræðistarfa í verinu. Í hefðbundnum kjarnorkuverum er rafmagn framleitt með kjarnaklofnun. Við kjarnasamruna eru hins vegar vetnissamsætur látnar renna saman en þá losnar gífurleg orka úr læðingi. Því eru vetnissprengjur mun öflugri en venjulegar kjarnorkusprengjur. Miklar vonir eru bundnar við kjarnasamruna sem framtíðarorkugjafa. Eldsneyti til kjarnasamruna má finna hvarvetna í umhverfinu, til dæmis í vatn. Samkvæmt BBC er talið er að úr einu kílói af kjarnasamrunaeldsneyti megi fá jafn mikla orku og úr 10.000 tonnum af jarðeldsneyti. Kjarnorkuúrgangurinn sem fellur til við vinnsluna er frekar lítill um sig og auk þess tekur hann mun skemmri tíma að brotna niður en úrgang sem verður til vegna kjarnaklofnunar. Við þetta má svo bæta að engar gróðurhúsalofttegundir verða til við vinnsluna. Tilraunir eru þó vandkvæðum bundnar því þær krefjast þess að gas sé hitað í meira en hundrað milljón gráður sem er margfaldur hiti miðju sólar þar sem stöðugur kjarnasamruni fer fram. Slíkan hita er útilokað að framleiða við eðlilegar aðstæður á jörðinni og því færi vinnslan fram í sérstöku rafsegulsviði. Umhverfisverndarsamtök eru vantrúuð á að kjarnasamruni sé eins skaðlítill umhverfinu og formælendur verkefnisins halda fram. Þeir benda auk þess á Cadarache sé á jarðskjálftasvæði. Erlent Fréttir Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Fleiri fréttir Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Sjá meira
Frakkland hefur verið valið til þess að hýsa kjarnasamrunaofn sem nýta á í tilraunaskyni. Afar vandasamt er að framkalla og stýra kjarnasamruna en skili vinnslan árangri er kominn fram orkugjafi sem talinn er umhverfisvænni en flestar aðrar orkuvinnsluaðferðir. Bandaríkin, Japan, Suður-Kórea, Rússland og Kína, auk Evrópusambandsins, standa þessu umfangsmikla verkefni. Verja á um 830 milljörðum króna í byggingu og rekstur versins og möguleiki er á að allt að tíu þúsund ný hálaunastörf verði til í tengslum við verkefnið. Því hefur samkeppnin um hvar byggja eigi tilraunastöðina verið hörð. Japanar sóttu fast að fá ofninn til sín en féllust svo á að hann yrði byggður í Cadarache, nærri Marseille í Frakklandi, gegn því að Japanar fái að vinna fimmtung sérfræðistarfa í verinu. Í hefðbundnum kjarnorkuverum er rafmagn framleitt með kjarnaklofnun. Við kjarnasamruna eru hins vegar vetnissamsætur látnar renna saman en þá losnar gífurleg orka úr læðingi. Því eru vetnissprengjur mun öflugri en venjulegar kjarnorkusprengjur. Miklar vonir eru bundnar við kjarnasamruna sem framtíðarorkugjafa. Eldsneyti til kjarnasamruna má finna hvarvetna í umhverfinu, til dæmis í vatn. Samkvæmt BBC er talið er að úr einu kílói af kjarnasamrunaeldsneyti megi fá jafn mikla orku og úr 10.000 tonnum af jarðeldsneyti. Kjarnorkuúrgangurinn sem fellur til við vinnsluna er frekar lítill um sig og auk þess tekur hann mun skemmri tíma að brotna niður en úrgang sem verður til vegna kjarnaklofnunar. Við þetta má svo bæta að engar gróðurhúsalofttegundir verða til við vinnsluna. Tilraunir eru þó vandkvæðum bundnar því þær krefjast þess að gas sé hitað í meira en hundrað milljón gráður sem er margfaldur hiti miðju sólar þar sem stöðugur kjarnasamruni fer fram. Slíkan hita er útilokað að framleiða við eðlilegar aðstæður á jörðinni og því færi vinnslan fram í sérstöku rafsegulsviði. Umhverfisverndarsamtök eru vantrúuð á að kjarnasamruni sé eins skaðlítill umhverfinu og formælendur verkefnisins halda fram. Þeir benda auk þess á Cadarache sé á jarðskjálftasvæði.
Erlent Fréttir Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Fleiri fréttir Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Sjá meira