Chelsea að afgreiða Liverpool
Joe Cole hefur komið Chelsea í 3-1 yfir gegn Liverpool í stórleik liðanna í ensku úrvalsdeildinni en seinni hálfleikur stendur nú yfir. Enn og aftur var það Didier Drogba sem skapaði mark fyrir gestina og lagði upp fyrir Cole á 63. mínútu.