
Sport
Chelsea komið yfir gegn Liverpool
Frank Lampard hefur komið Chelsea 1-0 yfir á 27. mínútu gegn Liverpool á Anfield í stórleik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Lampard skoraði úr vítaspyrnu sem dæmd var á Djimi Traore en hann braut á Didier Drogba í vítateignum. Frank Lampard náði að setja boltann undir markvörðinn Jose Reina sem þó fór í rétt horn og fékk Lampard gult spjald fyrir fagnaðarlæti sín. Leikurinn hófst kl. 15:00.