Innlent

Veitir Íslensku menntaverðlaunin

Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, ætlar að stofna til Íslensku menntaverðlaunanna. Þetta kom fram í nýársávarpi hans fyrir stundu. Verðlaunin verða veitt á fjórum sviðum menntunar; fyrir nýsköpun, kennslu, góðan námsárangur og námsefni. Ólafur Ragnar sagðist vona að verðlaunin verði til þess að kennarastarfið verði metið að verðleikum og að þau verði þjóðarsómi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×