Fischer verður Íslendingur 18. mars 2005 00:01 Allsherjarnefnd Alþingis samþykkti á fundi sínum í gær að mæla með því við Alþingi að veita Bobby Fischer íslenskan ríkisborgararétt. "Við höfum áður haft málið til umfjöllunar en á því stigi taldi ég ekki fullreynt á það að Bobby Fischer gæti losnað frá Japan á grundvelli dvalarleyfis og ferðaskilríkja frá Íslandi. Í millitíðinni hefur hins vegar verið látið reyna á það og komið hefur í ljós að það dugði ekki til. Það var eðlilegt að beiðnin væri því ítrekuð fyrir nefndinni," sagði Bjarni Benediktsson, formaður allsherjarnefndar. Hann segir að ákvörðunin í dag hafi byggst á því að fullvissa hafi fengist um það að Fischer losnaði úr haldi fengi hann íslenskt ríkisfang. "Þegar það lá fyrir var ekki annað að gera en að taka ákvörðun í málinu. Margt hafði áhrif á einróma afstöðu manna í nefndinni, í fyrsta lagi tengsl hans við landið, en menn þekkja söguna í því. Í öðru lagi það að stjórnvöld höfðu áður gert tilraun til að greiða leið mannsins til landsins og í þriðja lagi mun íslenskur ríkisborgararéttur verða til þess að Fischer losnar úr haldi, en honum er haldið föngum í innflytjendabúðum í Japan. Því voru ákveðin mannúðarsjónarmið þar að leiðarljósi," segir Bjarni. Bjarni vonast til að málið verði tekið fyrir á Alþingi eftir helgi. "Ég á von á því að frumvarp verði lagt fram á mánudaginn og síðan býst ég við því að þingið verði jákvætt fyrir því að flýta afgreiðslu þessa máls. Fischer gæti því fengið íslenskan ríkisborgararétt strax í næstu viku," segir Bjarni. Davíð Oddsson utanríkisráðherra segist ekki þekkja nein fordæmi fyrir máli Fischers. "Hugsanlega væri hægt að horfa til þess er Vladimir Aszkenasy var veittur ríkisborgararéttur, en ólíkt Fischer var hann pólitískur flóttamaður. Við höfum velt fyrir okkur fordæmissjónarmiðum en teljum að þetta mál sé svo einstakt og njóti slíkrar sérstöðu að það sé ekki hægt að skapa undarlegt fordæmi í því," segir Davíð. Bobby Fischer Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Fleiri fréttir Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Sjá meira
Allsherjarnefnd Alþingis samþykkti á fundi sínum í gær að mæla með því við Alþingi að veita Bobby Fischer íslenskan ríkisborgararétt. "Við höfum áður haft málið til umfjöllunar en á því stigi taldi ég ekki fullreynt á það að Bobby Fischer gæti losnað frá Japan á grundvelli dvalarleyfis og ferðaskilríkja frá Íslandi. Í millitíðinni hefur hins vegar verið látið reyna á það og komið hefur í ljós að það dugði ekki til. Það var eðlilegt að beiðnin væri því ítrekuð fyrir nefndinni," sagði Bjarni Benediktsson, formaður allsherjarnefndar. Hann segir að ákvörðunin í dag hafi byggst á því að fullvissa hafi fengist um það að Fischer losnaði úr haldi fengi hann íslenskt ríkisfang. "Þegar það lá fyrir var ekki annað að gera en að taka ákvörðun í málinu. Margt hafði áhrif á einróma afstöðu manna í nefndinni, í fyrsta lagi tengsl hans við landið, en menn þekkja söguna í því. Í öðru lagi það að stjórnvöld höfðu áður gert tilraun til að greiða leið mannsins til landsins og í þriðja lagi mun íslenskur ríkisborgararéttur verða til þess að Fischer losnar úr haldi, en honum er haldið föngum í innflytjendabúðum í Japan. Því voru ákveðin mannúðarsjónarmið þar að leiðarljósi," segir Bjarni. Bjarni vonast til að málið verði tekið fyrir á Alþingi eftir helgi. "Ég á von á því að frumvarp verði lagt fram á mánudaginn og síðan býst ég við því að þingið verði jákvætt fyrir því að flýta afgreiðslu þessa máls. Fischer gæti því fengið íslenskan ríkisborgararétt strax í næstu viku," segir Bjarni. Davíð Oddsson utanríkisráðherra segist ekki þekkja nein fordæmi fyrir máli Fischers. "Hugsanlega væri hægt að horfa til þess er Vladimir Aszkenasy var veittur ríkisborgararéttur, en ólíkt Fischer var hann pólitískur flóttamaður. Við höfum velt fyrir okkur fordæmissjónarmiðum en teljum að þetta mál sé svo einstakt og njóti slíkrar sérstöðu að það sé ekki hægt að skapa undarlegt fordæmi í því," segir Davíð.
Bobby Fischer Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Fleiri fréttir Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Sjá meira