Innlent

Miltisbrandur girtur af

Verið er að girða af svæðið þar sem hrossin drápust, þannig að hvorki menn né skepnur eigi greiðan aðgang að því. Landbúnaðarráðuneytið stendur straum af kostnaði við girðingarefni og vinnuna. Hún er í höndum Árna Svavarsson, sem rekur Girði ehf. Girðingin er 1334 metra löng og lokar af svæðið milli sjávar og vegar. Byrjað var að reisa hana á þriðjudaginn var, en áætlað er að vinnunni ljúki fyrir næstu helgi. Árni sagði það ekki vandkvæmum bundið að koma staurunum niður þótt mikið frost væri í jörðu. Notaðar væri vélar og verkið sæktist vel, ekki þó eins og veirð hefði á sumardegi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×