Funda um trúnað í utanríkisnefnd 21. janúar 2005 00:01 Ég lít þetta sömu augum og Björn, sem sat þennan fund utanríkismálanefndar. Listinn var síðari tíma tilbúningur í Washington," sagði Pétur Gunnarsson, skrifstofustjóri þingflokks Framsóknarflokksins, í gær um tilurð lista staðfastra þjóða vegna aðkomu Íslands að innrásinni í Írak. Björn Bjarnason dómsmálaráðherra skrifaði í pistli á heimasíðu sinni fyrir viku að ""listinn" [væri] í raun ekkert annað en tveggja ára gömul fréttatilkynning frá Hvíta húsinu". Fréttablaðið spurði hann hvernig bæri að skýra þessi orð hans í ljósi þess sem nú hefur komið fram. "Það hefur ekkert komið fram, sem breytir því, sem ég sagði á vefsíðu minni," svaraði hann. Sem fyrr segir er Pétur Gunnarsson sammála Birni. "Þetta staðhæfi ég og stend við og byggi á upplýsingum sem ég tel óyggjandi. Ég hef ekki séð fundargerð utanríkismálanefndar en minni á að á þeim tíma var þessi listi ekki orðinn umræðuefni. Það var ekki fyrr en seinna að menn fara að gera greinarmun á þessari ákvörðun um pólitískan stuðning og listanum sem slíkum. Halldór hefði getað verið að vísa til ákvörðunarinnar en ekki listans á þessum fundi," sagði Pétur . Sólveig Pétursdóttir, formaður utanríkismálanefndar, sagði aðspurð að ekki stæði til að aflétta trúnaði á fundargerðum utanríkismálanefndar þrátt fyrir ósk stjórnarandstöðunnar. "Það er hins vegar ljóst að það þarf að ræða um meðferð trúnaðarupplýsinga í nefndinni og stefni ég að því að boða til fundar til að ræða það efni, líklega seinni partinn í næstu viku eftir að þing kemur saman," sagði Sólveig. Spurð út í hinar misvísandi fullyrðingar ráðamanna um vitneskju stjórnvalda um listann þegar ákvörðunin var tekin sagði hún: "Ég vil ekki tjá mig um þær upplýsingar sem Fréttablaðið telur sig hafa undir höndum." Fréttablaðið hefur ítrekað komið á framfæri ósk sinni um að Halldór Ásgrímsson veiti svör við spurningum blaðsins en ekki haft erindi sem erfiði. Fréttir Innlent Írak Stj.mál Mest lesið Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti Erlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Innlent Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Innlent Bílarnir dregnir upp úr sjónum Innlent Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Innlent Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Erlent Skipverji brotnaði og móttöku frestað Innlent Fleiri fréttir Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti 170 mæður á Bretlandi drepnar af sonum sínum á fimmtán árum Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Sjá meira
Ég lít þetta sömu augum og Björn, sem sat þennan fund utanríkismálanefndar. Listinn var síðari tíma tilbúningur í Washington," sagði Pétur Gunnarsson, skrifstofustjóri þingflokks Framsóknarflokksins, í gær um tilurð lista staðfastra þjóða vegna aðkomu Íslands að innrásinni í Írak. Björn Bjarnason dómsmálaráðherra skrifaði í pistli á heimasíðu sinni fyrir viku að ""listinn" [væri] í raun ekkert annað en tveggja ára gömul fréttatilkynning frá Hvíta húsinu". Fréttablaðið spurði hann hvernig bæri að skýra þessi orð hans í ljósi þess sem nú hefur komið fram. "Það hefur ekkert komið fram, sem breytir því, sem ég sagði á vefsíðu minni," svaraði hann. Sem fyrr segir er Pétur Gunnarsson sammála Birni. "Þetta staðhæfi ég og stend við og byggi á upplýsingum sem ég tel óyggjandi. Ég hef ekki séð fundargerð utanríkismálanefndar en minni á að á þeim tíma var þessi listi ekki orðinn umræðuefni. Það var ekki fyrr en seinna að menn fara að gera greinarmun á þessari ákvörðun um pólitískan stuðning og listanum sem slíkum. Halldór hefði getað verið að vísa til ákvörðunarinnar en ekki listans á þessum fundi," sagði Pétur . Sólveig Pétursdóttir, formaður utanríkismálanefndar, sagði aðspurð að ekki stæði til að aflétta trúnaði á fundargerðum utanríkismálanefndar þrátt fyrir ósk stjórnarandstöðunnar. "Það er hins vegar ljóst að það þarf að ræða um meðferð trúnaðarupplýsinga í nefndinni og stefni ég að því að boða til fundar til að ræða það efni, líklega seinni partinn í næstu viku eftir að þing kemur saman," sagði Sólveig. Spurð út í hinar misvísandi fullyrðingar ráðamanna um vitneskju stjórnvalda um listann þegar ákvörðunin var tekin sagði hún: "Ég vil ekki tjá mig um þær upplýsingar sem Fréttablaðið telur sig hafa undir höndum." Fréttablaðið hefur ítrekað komið á framfæri ósk sinni um að Halldór Ásgrímsson veiti svör við spurningum blaðsins en ekki haft erindi sem erfiði.
Fréttir Innlent Írak Stj.mál Mest lesið Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti Erlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Innlent Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Innlent Bílarnir dregnir upp úr sjónum Innlent Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Innlent Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Erlent Skipverji brotnaði og móttöku frestað Innlent Fleiri fréttir Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti 170 mæður á Bretlandi drepnar af sonum sínum á fimmtán árum Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Sjá meira