Ógnað með símtali og SMS-skeytum 21. janúar 2005 00:01 Ungum manni sem var handtekinn í tengslum við komu forseta Kína hingað til lands sumarið 2002, var ógnað með símtali og SMS-sendingum úr síma lögregluþjóns í kjölfarið. Viðkomandi lögregluþjónn neitaði fyrir dómi í dag að hafa hringt eða sent piltinum skilaboðin. Aðalmeðferð í máli mannsins gegn ríkinu fyrir ólögmæta handtöku og skerðingu tjáningarfrelsis í tengslum við komu Kínaforseta sumarið 2002 hófst í gær. Einn lögreglumannanna sem handtók hann er sakaður um að hafa hótað honum í gegnum síma nokkrum dögum eftir handtökuna og sent honum ógnandi SMS-skilaboð. Sá mætti ekki fyrir dómi í gær þrátt fyrir að hafa borist stefnan. Hann mætti í dag og gaf þá þær skýringar að stefnan hefði týnst og gleymst vegna fæðingarhríða konu sinnar. Lögmaður hins handtekna pilts sýndi fram á í dómi í dag að hringt hefði verið í piltinn nokkrum dögum eftir að hann var handtekinn úr síma lögregluþjónsins. Enn fremur voru honum send þrjú ógnandi SMS-skilaboð úr síma lögreglumannsins sama dag: Þau hljóðuðu svo: „Nákvæmlega tetta syndi hvernig maður þú ert. Lygari. Tér var kynntur réttur þinn, en tetta er bara eitthvað sem tú verður að eiga við þína samvisku sem er greinilega ekki hrein því annars ættir þú að geta talað við mig eins og maður. Ekki satt?“ Lögreglumaðurinn þverneitaði að hafa hringt eða sent piltinum SMS-skilaboðin. Hann sagðist enn fremur ekkert vita hver hefði gert það. Lögmaður piltsins var svo vantrúaður á framburð lögreglumannsins að hann lét dómara ítrekað áminna hann um sannsögli og mótmælti að endingu framburði hans sem röngum. Lögmaður ríkisins ákvað að spyrja lögreglumanninn einskis. Málið var lagt í dóm í dag en pilturinn fer fram á 500.000 króna skaðabætur. Hann tjáði fréttamanni að ef hann ynni málið myndi hann láta féð renna til góðgerðamála. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Krefjast gæsluvarðhalds Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Fleiri fréttir Hafna ásökunum á hendur Gunnari Smára Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Krefjast gæsluvarðhalds Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Sjá meira
Ungum manni sem var handtekinn í tengslum við komu forseta Kína hingað til lands sumarið 2002, var ógnað með símtali og SMS-sendingum úr síma lögregluþjóns í kjölfarið. Viðkomandi lögregluþjónn neitaði fyrir dómi í dag að hafa hringt eða sent piltinum skilaboðin. Aðalmeðferð í máli mannsins gegn ríkinu fyrir ólögmæta handtöku og skerðingu tjáningarfrelsis í tengslum við komu Kínaforseta sumarið 2002 hófst í gær. Einn lögreglumannanna sem handtók hann er sakaður um að hafa hótað honum í gegnum síma nokkrum dögum eftir handtökuna og sent honum ógnandi SMS-skilaboð. Sá mætti ekki fyrir dómi í gær þrátt fyrir að hafa borist stefnan. Hann mætti í dag og gaf þá þær skýringar að stefnan hefði týnst og gleymst vegna fæðingarhríða konu sinnar. Lögmaður hins handtekna pilts sýndi fram á í dómi í dag að hringt hefði verið í piltinn nokkrum dögum eftir að hann var handtekinn úr síma lögregluþjónsins. Enn fremur voru honum send þrjú ógnandi SMS-skilaboð úr síma lögreglumannsins sama dag: Þau hljóðuðu svo: „Nákvæmlega tetta syndi hvernig maður þú ert. Lygari. Tér var kynntur réttur þinn, en tetta er bara eitthvað sem tú verður að eiga við þína samvisku sem er greinilega ekki hrein því annars ættir þú að geta talað við mig eins og maður. Ekki satt?“ Lögreglumaðurinn þverneitaði að hafa hringt eða sent piltinum SMS-skilaboðin. Hann sagðist enn fremur ekkert vita hver hefði gert það. Lögmaður piltsins var svo vantrúaður á framburð lögreglumannsins að hann lét dómara ítrekað áminna hann um sannsögli og mótmælti að endingu framburði hans sem röngum. Lögmaður ríkisins ákvað að spyrja lögreglumanninn einskis. Málið var lagt í dóm í dag en pilturinn fer fram á 500.000 króna skaðabætur. Hann tjáði fréttamanni að ef hann ynni málið myndi hann láta féð renna til góðgerðamála.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Krefjast gæsluvarðhalds Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Fleiri fréttir Hafna ásökunum á hendur Gunnari Smára Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Krefjast gæsluvarðhalds Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Sjá meira