Kippur kominn í kosningabaráttuna 7. febrúar 2005 00:01 Fjörkippur er loksins hlaupinn í kosningabaráttuna í Danmörku en þar verður kosið til þings á morgun. Skoðanakannanir benda til þess að það dragi saman með stjórn og stjórnarandstöðu. Sighvatur Jónsson fylgist með kosningabaráttunni í Danmörku. Stjórnin heldur þó velli samkvæmt skoðanakönnun Megafone sem birt var í morgun. Frjálslyndi flokkurinn, Venstre og Íhaldsflokkurinn mynda stjórnina hér í Danmörku með stuðningi danska Þjóðarflokksins og samtals hafa flokkarnir 98 þingsæti af 179. Samkvæmt könnuninni missir stjórnin fimm menn og fær 93 þingsæti. Allt getur gerst segir Mogens Lykketoft, formaður Jafnaðarmannaflokksins, í fjölmiðlum en umræða um útreið flokksins hefur verið fyrirferðamikil í fjölmiðlum. Jafnaðarmenn mælast nú með 25% fylgi, fjórum prósentum minna en í kosningunum 2001. Venstre, flokkur forsætisráðherrans Anders Fogh Rasmussens, mælist með 29%, tveimur prósentum minna en fyrir fjórum árum. Stuðningsflokkurinn, Þjóðarflokkurinn, stendur í stað með 12% en mesta athygli vekur að róttækir vinstrimenn, gamalt klofningsframboð frá Venstre, bætir við sig og mælist nú með 10% fylgi en fékk 5% í síðustu kosningum. Formaður þess flokks, Marianne Jelved, gæti því verið í ansi áhugaverðri stöðu að loknum kosningunum en hefur þó sagt að hún vilji stjórnarskipti. Viðbrögð Venstre við þessari þróun eru þau að varaformaðurinn segir að atkvæði til róttækra sé atkvæði greitt jafnaðarmönnum. Jafnaðarmenn tala mikið um danska lífeyrissjóðskerfið á endasprettinum sem umræða hefur verið um að geti ekki staðið undir sér í framtíðinni. Ég sat núna hádegisfund með Svend Auken sem var fomaður jafnaðarmanna á árunum 1987-1992 og hann talaði um nauðsyn þess að atvinnurekendur komi að því að skapa fleiri störf fyrir fólk yfir fimmtugt. Hann talaði einnig um framtíð Lykketofts og sagði hana trygga, hver svo sem kosningaúrslitin verða. Það er sem sagt hiti í lokaspretti kosningabaráttunar í Danmörku en danska veðurstofan spáir ágætu kosningaveðri, sólríku og hitastigi um frostmark. Erlent Fréttir Stj.mál Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Tvær á toppnum Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Erlent Fleiri fréttir Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Sjá meira
Fjörkippur er loksins hlaupinn í kosningabaráttuna í Danmörku en þar verður kosið til þings á morgun. Skoðanakannanir benda til þess að það dragi saman með stjórn og stjórnarandstöðu. Sighvatur Jónsson fylgist með kosningabaráttunni í Danmörku. Stjórnin heldur þó velli samkvæmt skoðanakönnun Megafone sem birt var í morgun. Frjálslyndi flokkurinn, Venstre og Íhaldsflokkurinn mynda stjórnina hér í Danmörku með stuðningi danska Þjóðarflokksins og samtals hafa flokkarnir 98 þingsæti af 179. Samkvæmt könnuninni missir stjórnin fimm menn og fær 93 þingsæti. Allt getur gerst segir Mogens Lykketoft, formaður Jafnaðarmannaflokksins, í fjölmiðlum en umræða um útreið flokksins hefur verið fyrirferðamikil í fjölmiðlum. Jafnaðarmenn mælast nú með 25% fylgi, fjórum prósentum minna en í kosningunum 2001. Venstre, flokkur forsætisráðherrans Anders Fogh Rasmussens, mælist með 29%, tveimur prósentum minna en fyrir fjórum árum. Stuðningsflokkurinn, Þjóðarflokkurinn, stendur í stað með 12% en mesta athygli vekur að róttækir vinstrimenn, gamalt klofningsframboð frá Venstre, bætir við sig og mælist nú með 10% fylgi en fékk 5% í síðustu kosningum. Formaður þess flokks, Marianne Jelved, gæti því verið í ansi áhugaverðri stöðu að loknum kosningunum en hefur þó sagt að hún vilji stjórnarskipti. Viðbrögð Venstre við þessari þróun eru þau að varaformaðurinn segir að atkvæði til róttækra sé atkvæði greitt jafnaðarmönnum. Jafnaðarmenn tala mikið um danska lífeyrissjóðskerfið á endasprettinum sem umræða hefur verið um að geti ekki staðið undir sér í framtíðinni. Ég sat núna hádegisfund með Svend Auken sem var fomaður jafnaðarmanna á árunum 1987-1992 og hann talaði um nauðsyn þess að atvinnurekendur komi að því að skapa fleiri störf fyrir fólk yfir fimmtugt. Hann talaði einnig um framtíð Lykketofts og sagði hana trygga, hver svo sem kosningaúrslitin verða. Það er sem sagt hiti í lokaspretti kosningabaráttunar í Danmörku en danska veðurstofan spáir ágætu kosningaveðri, sólríku og hitastigi um frostmark.
Erlent Fréttir Stj.mál Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Tvær á toppnum Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Erlent Fleiri fréttir Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Sjá meira