Sérdeild fyrir unga fanga 1. febrúar 2005 00:01 Tilgangurinn með þingsályktunartillögu um sérdeild fyrir fanga á aldrinum 18 til 24 ára í fyrirhuguðu fangelsi á Hólmsheiði er að auka möguleika á betrun ungra fanga, að sögn Ágústs Ólafs Ágústssonar fyrsta flutningsmanns tillögunnar. "Fangar koma hættulegri út heldur en þeir fóru inn," segir hann. "Það hefur ekki góð áhrif, að mínu mati, að blanda saman ungum og óreyndum saman við hina eldri og forhertari," segir Ágúst Ólafur og vísar í rannsókn Helga Gunnlaugssonar prófessors í félagsfræði. "Þar kemur fram að hlutfall þeirra sem lenda aftur í kasti við lögin eftir að þeir losna úr fangelsi er hærra hér á landi heldur en víðast annars staðar. Þetta hlutfall fer hækkandi eftir því sem aldursflokkurinn er yngri. Þar kemur meðal annars fram sú niðurstaða að 37 prósent þeirra sem luku fangavist voru fangelsaðir á ný, 44 prósent voru dæmdir á ný og um 73 prósent sem luku fangavist þurfti afskipti lögreglunnar á ný innan fimm ára frá því að þeir luku afplánun. Ítrekunartíðnin var enn hærri í yngri aldursflokkum." Ágúst Ólafur sagði aldurinn ekki að vera algildan mælikvarða, það fari eftir einstaklingunum. Hins vegar ætti tillit til ungs aldurs að vera almenna línan. Fyrirhuguð bygging nýs fangelsis gæti veitt einstakt tækifæri til að gera ráð fyrir sérstakri deild fyrir unga fanga. Í umræðum um nýja fangelsið hefði hins vegar komið fram að ekki hefur verið gert ráð fyrir slíkri sérdeild. "Samkvæmt upplýsingum sem fengist hafa frá Fangelsismálastofnun er bygging nýja fangelsisins nú í biðstöðu þar sem ekki er gert ráð fyrir fé til þess í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2005," sagði Ólafur Ágúst. " Það er því enn tækifæri til að gera ráð fyrir sérdeild fyrir unga fanga á aldrinum 18 til 24 ára. Ef ekki er hægt að gera ráð fyrir sérdeild fyrir unga fanga í nýja fangelsinu eða bygging þess frestast verulega teljum við, flutningsmenn tillögunnar, að breytingar á núverandi fangelsum séu nauðsynlegar í því skyni." Fréttir Innlent Samfylkingin Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Fleiri fréttir Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Sjá meira
Tilgangurinn með þingsályktunartillögu um sérdeild fyrir fanga á aldrinum 18 til 24 ára í fyrirhuguðu fangelsi á Hólmsheiði er að auka möguleika á betrun ungra fanga, að sögn Ágústs Ólafs Ágústssonar fyrsta flutningsmanns tillögunnar. "Fangar koma hættulegri út heldur en þeir fóru inn," segir hann. "Það hefur ekki góð áhrif, að mínu mati, að blanda saman ungum og óreyndum saman við hina eldri og forhertari," segir Ágúst Ólafur og vísar í rannsókn Helga Gunnlaugssonar prófessors í félagsfræði. "Þar kemur fram að hlutfall þeirra sem lenda aftur í kasti við lögin eftir að þeir losna úr fangelsi er hærra hér á landi heldur en víðast annars staðar. Þetta hlutfall fer hækkandi eftir því sem aldursflokkurinn er yngri. Þar kemur meðal annars fram sú niðurstaða að 37 prósent þeirra sem luku fangavist voru fangelsaðir á ný, 44 prósent voru dæmdir á ný og um 73 prósent sem luku fangavist þurfti afskipti lögreglunnar á ný innan fimm ára frá því að þeir luku afplánun. Ítrekunartíðnin var enn hærri í yngri aldursflokkum." Ágúst Ólafur sagði aldurinn ekki að vera algildan mælikvarða, það fari eftir einstaklingunum. Hins vegar ætti tillit til ungs aldurs að vera almenna línan. Fyrirhuguð bygging nýs fangelsis gæti veitt einstakt tækifæri til að gera ráð fyrir sérstakri deild fyrir unga fanga. Í umræðum um nýja fangelsið hefði hins vegar komið fram að ekki hefur verið gert ráð fyrir slíkri sérdeild. "Samkvæmt upplýsingum sem fengist hafa frá Fangelsismálastofnun er bygging nýja fangelsisins nú í biðstöðu þar sem ekki er gert ráð fyrir fé til þess í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2005," sagði Ólafur Ágúst. " Það er því enn tækifæri til að gera ráð fyrir sérdeild fyrir unga fanga á aldrinum 18 til 24 ára. Ef ekki er hægt að gera ráð fyrir sérdeild fyrir unga fanga í nýja fangelsinu eða bygging þess frestast verulega teljum við, flutningsmenn tillögunnar, að breytingar á núverandi fangelsum séu nauðsynlegar í því skyni."
Fréttir Innlent Samfylkingin Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Fleiri fréttir Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Sjá meira