Innlent

Þarf 40 milljónir í skurðstofur

Aðfararnótt 21. janúar lést barn, en flytja þurfti móður þess frá Keflavík til Reykjavíkur, þar sem skurðstofan á HSS er ekki opin allan sólarhringinn. Móðirin kom á fæðingardeild HSS þar sem í ljós kom að höfuð barnsins klemmdi nafnastrenginn og þar með lífæð þess. Konan var flutt í hasti til Reykjavíkur, þar sem ekki var hægt að gera aðgerð á henni á HSS af fyrrgreindum orsökum. Hún og eiginmaður hennar misstu barnið. "Það hefur alltaf verið eitt af okkar forgangsverkefnum að reyna að bæta þannig úr vaktakerfi hjá okkur að hér séu vaktir á skurðstofu alla daga ársins," sagði Sigríður. "Sú ákvörðun var tekin einhvern tíma þegar verið var að hagræða að hafa ekki fullar vaktir. Við höfum unnið skipulega að okkar framtíðarsýn, sem búið er að staðfesta. Þetta er eitt af því sem verður að vera til staðar ef við erum að hugsa um heilbrigðisþjónustu til framtíðar sem stenst allar kröfur."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×