Erlent

Fjöldi vannærðra barna tvöfaldast

Meira en fjórðungur barna í Írak þjáist af viðvarandi vannæringu og fjöldi vannærðra barna undir fimm ára aldri hefur tvöfaldast síðan ráðist var inn í landið. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu frá Sameinuðu þjóðunum. Jean Ziegler, sérfræðingur Sameinuðu þjóðanna í hungursneyð, segir innrásina í Írak vera einu haldbæru skýringuna á því af hverju ástandið sé orðið svo slæmt.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×