Til varnar einkaskólum 21. febrúar 2005 00:01 Sumir virðast halda að það sé eingöngu ríkt fólk sem sendir börnin í einkaskóla. Sem er mikill miskilningur. Sjálfur sendi ég barn í Landakotsskóla þó ég mundi aldrei teljast ríkur. Ástæðan er sú að ég taldi að barnið mitt þyrfti atlæti sem Landakotsskóli bauð upp á, sökum smæðar sinnar og stefnu, en ekki þeir almennu skólar sem ég hefði getað nýtt. Og ég veit að þannig er um marga aðra foreldra barna í Landakotsskóla, börnum þeirra hafði ekki gengið vel í stærri skólum af ýmsum ástæðum en þrifust vel hjá séra Hjalta og starfsfólki hans. Við sem eigum börn í Landakotsskóla borgum ekki lægri gjöld til Reykjavíkur og þeir peningar sem við greiðum aukreitis fyrir að vera með barnið í einkaskóla hefðum við getað notað í annað, en við kusum að nota þá til að tryggja velferð barnanna okkar. Börn hafa eins misjafnar þarfir og þau eru mörg og við ættum að fagna því að sem flestir leiti leiða til að uppfylla þær. Hversu gott fólk sem það er sem stýrir menntamálum á vegum Reykjavíkurborgar sjá þau ekki fyrir öllu. Ég veit af eigin reynslu hversu frábært starf hefur verið unnið í Landakotsskóla og sjálfstæði hans ætti að varðveita og styrkja. Sama gildir örugglega um Ísaksskóla og ég mundi gjarnan vilja sá greinar honum til stuðnings og varnar. Þessir skólar eru ekki sprottnir af þörf ríks fólks til að hafa börnin í sérstökum skólum heldur af þörfinni fyrir valkost þegar almenningsskólarnir uppfylla ekki væntingar og/eða þarfir barna og foreldra þeirra. Bestu kveðjur, Teitur Gylfason Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Silfur Egils Silfur-Bréf Mest lesið Halldór 26.04.2025 Halldór Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Mega bara íslenskir karlmenn nauðga konum á Íslandi? Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Sjá meira
Sumir virðast halda að það sé eingöngu ríkt fólk sem sendir börnin í einkaskóla. Sem er mikill miskilningur. Sjálfur sendi ég barn í Landakotsskóla þó ég mundi aldrei teljast ríkur. Ástæðan er sú að ég taldi að barnið mitt þyrfti atlæti sem Landakotsskóli bauð upp á, sökum smæðar sinnar og stefnu, en ekki þeir almennu skólar sem ég hefði getað nýtt. Og ég veit að þannig er um marga aðra foreldra barna í Landakotsskóla, börnum þeirra hafði ekki gengið vel í stærri skólum af ýmsum ástæðum en þrifust vel hjá séra Hjalta og starfsfólki hans. Við sem eigum börn í Landakotsskóla borgum ekki lægri gjöld til Reykjavíkur og þeir peningar sem við greiðum aukreitis fyrir að vera með barnið í einkaskóla hefðum við getað notað í annað, en við kusum að nota þá til að tryggja velferð barnanna okkar. Börn hafa eins misjafnar þarfir og þau eru mörg og við ættum að fagna því að sem flestir leiti leiða til að uppfylla þær. Hversu gott fólk sem það er sem stýrir menntamálum á vegum Reykjavíkurborgar sjá þau ekki fyrir öllu. Ég veit af eigin reynslu hversu frábært starf hefur verið unnið í Landakotsskóla og sjálfstæði hans ætti að varðveita og styrkja. Sama gildir örugglega um Ísaksskóla og ég mundi gjarnan vilja sá greinar honum til stuðnings og varnar. Þessir skólar eru ekki sprottnir af þörf ríks fólks til að hafa börnin í sérstökum skólum heldur af þörfinni fyrir valkost þegar almenningsskólarnir uppfylla ekki væntingar og/eða þarfir barna og foreldra þeirra. Bestu kveðjur, Teitur Gylfason
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar