Siv og Una María víki 21. febrúar 2005 00:01 Brynja, félag framsóknarkvenna í Kópavogi, var stofnað á sunnudag og er þetta fjórða framsóknarfélagið í sveitarfélaginu. Stofnfélagar kvenfélagsins eru 61. Þar af eru um 40 sem áður höfðu skráð sig í Freyju fyrir aðalfund sem síðar var úrskurðaður ólöglegur. Athygli vakti að hvorki Siv Friðleifsdóttur, oddvita Framsóknarflokksins í Suðvesturkjördæmi, né Hansínu Björgvinsdóttur, bæjarstjóra í Kópavogi, var boðið til fundarins. Hins vegar var Valgerður Sverrisdóttir heiðursgestur en konurnar sem stofnuðu Brynju eru meðal annars sagðar tengjast Páli Magnússyni, aðstoðarmanni Valgerðar. Aðalheiður Sigursveinsdóttir segir Brynju stofnaða til að taka þátt í störfum Framsóknarflokksins í Kópavogi. Sigurbjörg Vilmundardóttir, bæjarfulltrúi í Kópavogi, hafi ekki verið boðin velkomin í Freyju og því hafi komið til átaka á aðalfundi. "Við vorum sakaðar um að reyna yfirtöku á félaginu en við höfum alltaf hafnað því. Við studdum sitjandi formann og vildum með því sýna að við værum ekki komnar í ófriði," segir Aðalheiður. Eftir að aðalfundur Freyju var úrskurðaður ólögmætur var stjórn Freyju sent bréf þar sem óskað var eftir upplýsingum um næsta aðalfund. Í svarbréfi er Sigurbjörgu boðið í stjórn Freyju, líkt og boðið var á aðalfundinum, þegar Ingibjörg Ingvadóttir, ritari Freyju og dóttir Hansínu Björgvinsdóttur, bauðst til að víkja úr stjórninni. Aðalheiður segir að vegna afstöðu Sivjar hafi henni ekki verið boðið á stofnfund Brynju. "Hún hefur látið þau orð falla að við værum ekki í þessu af alvöru og hefðum ekki sjálfstæðar skoðanir og það kom aldrei til álita að bjóða Siv." Frestur til að senda inn fulltrúa á flokksþing er liðinn, en Brynjukonur hafa óskað eftir undanþágu til að senda þangað fulltrúa. Það er landsstjórn flokksins sem ákveður hvort undanþága verði veitt. "Við óskum eftir því að Siv Friðleifsdóttir og Una María Óskarsdóttir, sem báðar koma að þessu máli, víki sæti," segir Aðalheiður en báðar sitja þær í landsstjórn Framsóknarflokksins. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund Innlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu Innlent Fleiri fréttir Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Sjá meira
Brynja, félag framsóknarkvenna í Kópavogi, var stofnað á sunnudag og er þetta fjórða framsóknarfélagið í sveitarfélaginu. Stofnfélagar kvenfélagsins eru 61. Þar af eru um 40 sem áður höfðu skráð sig í Freyju fyrir aðalfund sem síðar var úrskurðaður ólöglegur. Athygli vakti að hvorki Siv Friðleifsdóttur, oddvita Framsóknarflokksins í Suðvesturkjördæmi, né Hansínu Björgvinsdóttur, bæjarstjóra í Kópavogi, var boðið til fundarins. Hins vegar var Valgerður Sverrisdóttir heiðursgestur en konurnar sem stofnuðu Brynju eru meðal annars sagðar tengjast Páli Magnússyni, aðstoðarmanni Valgerðar. Aðalheiður Sigursveinsdóttir segir Brynju stofnaða til að taka þátt í störfum Framsóknarflokksins í Kópavogi. Sigurbjörg Vilmundardóttir, bæjarfulltrúi í Kópavogi, hafi ekki verið boðin velkomin í Freyju og því hafi komið til átaka á aðalfundi. "Við vorum sakaðar um að reyna yfirtöku á félaginu en við höfum alltaf hafnað því. Við studdum sitjandi formann og vildum með því sýna að við værum ekki komnar í ófriði," segir Aðalheiður. Eftir að aðalfundur Freyju var úrskurðaður ólögmætur var stjórn Freyju sent bréf þar sem óskað var eftir upplýsingum um næsta aðalfund. Í svarbréfi er Sigurbjörgu boðið í stjórn Freyju, líkt og boðið var á aðalfundinum, þegar Ingibjörg Ingvadóttir, ritari Freyju og dóttir Hansínu Björgvinsdóttur, bauðst til að víkja úr stjórninni. Aðalheiður segir að vegna afstöðu Sivjar hafi henni ekki verið boðið á stofnfund Brynju. "Hún hefur látið þau orð falla að við værum ekki í þessu af alvöru og hefðum ekki sjálfstæðar skoðanir og það kom aldrei til álita að bjóða Siv." Frestur til að senda inn fulltrúa á flokksþing er liðinn, en Brynjukonur hafa óskað eftir undanþágu til að senda þangað fulltrúa. Það er landsstjórn flokksins sem ákveður hvort undanþága verði veitt. "Við óskum eftir því að Siv Friðleifsdóttir og Una María Óskarsdóttir, sem báðar koma að þessu máli, víki sæti," segir Aðalheiður en báðar sitja þær í landsstjórn Framsóknarflokksins.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund Innlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu Innlent Fleiri fréttir Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Sjá meira