Damien Duff meiddur

Írski landsliðsmaðurinn Damien Duff verður frá keppni í nokkrar vikur vegna hnémeiðsla sem hann varð fyrir í leiknum gegn Kýpur á laugardaginn og missir því af leiknum mikilvæga gegn Sviss á miðvikudag. Þetta verður vart til að bæta skap knattspyrnustjóra hans, Jose Mourninho, sem nýlega tjáði gremju sína vegna tíðra meiðsla leikmanna sinna í landsleikjum. Fjarvera Duff er Írum mikið áfall, því hann er afar mikilvægur hlekkur í liðinu, sem einng er án fyrirliðans Roy Keane sem er meiddur.