Sport

Bruno viðurkennir kókaínneyslu

Fyrrum hnefaleikakappinn Frank Bruno hefur viðurkennt að hafa verið djúpt sokkinn í kókaínneyslu árið 2000 og segir í samtali við breska blaðið News of the world að hann hafi lent í alvarlegu þunglyndi í kjölfar neyslu sinnar. Hann hefur þó snúið við blaðinu og er hættur öllu slíku í dag. "Ég missti strax alla stjórn og kókaínið tók fljótt öll völd í hausnum á mér. Ég vildi óska þess að ég hefði aldrei komist í kynni við þennan viðbjóð," sagði Bruno, sem prófaði efnið fyrst í Las Vegas í Bandaríkjunum árið 2000, en reyndi svo að reykja kannabisefni til að koma sér niður af kókaíninu. Hann fór í mikla meðferð við þunglyndi árið 2003 og hefur nú náð að snúa við blaðinu.
Box



Fleiri fréttir

Sjá meira


×