NBA - Iverson fer enn á kostum 16. apríl 2005 00:01 Tólf leikir fóru fram í NBA í nótt og þar bar hæst að Allen Iverson hjá Philadelphia 76ers átti enn einn stórleikinn og ætlar ekki að láta sitt eftir liggja í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni sem hefst eftir viku. Iverson var maðurinn á bak við sigur Philadelphia á Indiana í nótt, 90-86 og skoraði 43 stig í leiknum. Liðin tvö eru í harðri baráttu um síðustu sætin í úrslitakeppninni og því var sigur Philadelphia mjög mikilvægur. Washington Wizards eru í svipaðri stöðu og þeir unnu afar mikilvægan sigur á Cleveland Cavaliers í nótt, 119-111, en sæti Cleveland í úrsiltakeppninni hangir nú á bláþræði eftir enn eitt tapið. LeBron James skoraði 38 stig fyrir liðið, en það nægði ekki gegn öflugri sókn Wizards, þar sem þrír aðalskorarar liðsins fóru mikinn í leiknum. Gilbert Arenas var atkvæðamestur í liði Wizards með 33 stig og hitti frábærlega í leiknum. Boston Celtics unnu mjög góðan sigur á liði Miami Heat, sem var að tapa sínum fjórða leik í röð í fyrsta skipti í vetur og hafa aldeilis slakað á í síðustu leikjum. Shaquille O´Neal átti ágætan leik fyrir Heat og er að ná sér af magavírusnum sem var að plaga hann í síðustu viku, en það dugði ekki gegn frísku liði heimamanna í Boston. O´Neal skoraði 34 stig fyrir Miami, en hjá Boston var Paul Pierce maðurinn á bak við sigurinn og skoraði 22 stig, þar af mikilvægar körfur á lokasekúndum leikisins. Vince Carter gerði góða ferð á gamla heimavöll sinn í Toronto og kafsigldi fyrrum félaga sína í Raptors með 39 stigum og hans menn í New Jersey Nets eru nú hársbreidd frá því að stela síðasta sætinu inn í úrslitakeppni af Cleveland. Nets unnu leikinn nokkuð örugglega, 101-90. Meistarar Detroit Pistons eru á góðum skriði þessa dagana og komnir í úrslitagírinn. Þeir unnu stórsigur á Milwaukee Bucks í nótt, 99-73, en þetta var níundi sigur meistaranna í röð. Chicago Bulls hreinlega völtuðu yfir Orlando Magic í nótt, 117-77, þar sem þrír menn í liði Chicago skoruðu 17 stig. Liðið verður án Eddie Curry í úrslitakeppninni, en það virtist svo sannarlega ekki koma að sök í nótt og liðið verður óárennilegt í úrslitakeppninni. Phoenix Suns tryggðu sér annað 60 sigurleikja tímabilið í sögu félagsins í nótt þegar þeir sigruðu LA Clippers á heimavelli 98-91, þar sem Amare Stoudemire fór mikinn að venju og skoraði 24 stig og hirti 17 fráköst. Golden State Warriors sigruðu Portland Trailblazers örugglega 108-88, þar sem Damon Stoudamire hjá Portland, náði ekki aðeins sinni sjöttu þrennu á ferlinum með 18 stigum, 12 fráköstum og 11 stoðsendingum, heldur setti hann NBA met með því að reyna 21 þriggja stiga skot í leiknum. Hann hitti þó aðeins úr fimm þeirra og niðurstaðan enn eitt tapið hjá vængbrotnu liði Blazers. Mike Dunleavy var stigahæstur í liði Warriors með 20 stig. Seattle tryggði sér sigurinn í Norðvestur riðlinum með sigri á liði New Orleans, 97-72. Ray Allen var stigahæstur í liði Seattle með 32 stig. Að lokum vann Sacramento sigur á liði Los Angeles Lakers, 115-106, þar sem Mike Bibby var stigahæstur í liði Sacramento með 26 stig. NBA Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Fleiri fréttir Óttaðist að ánetjast svefntöflum Lærisveinar Mourinho komu til baka en töpuðu svo í vító Danskur fótboltamaður skiptir um landslið „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Jóhann Þór: Kane og Ólafur hefðu getað spilað Tottenham afgreiddi Hollendingana í seinni leiknum Þrenna Bruno sendi Orra og félaga niðurlúta heim frá Old Trafford Albert skoraði og fagnaði í Íslendingaslagnum „Við reyndum að gera alls konar“ Leik lokið: Njarðvík - Tindastóll 101-90 | Sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð „Vonandi lærum við af þessu“ Martin og félagar flottir í Euroleague í kvöld Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 108-96 | Allir með hjá Álftanesi í sannfærandi sigri Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga Rómverjar misstu mann af velli á elleftu mínútu og eru úr leik Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Hneykslast á sóðaskap Real stjarnanna Alfreð fyrsti íslenski þjálfarinn til að tapa stigi Uppgjörið: KR - Haukar 103-87 | Fallnir Haukar velgdu KR-ingum hressilega undir uggum Hákon einn sá dýrasti og talinn kosta 6,7 milljarða Myndavél TNT Sports náði tvísnertingunni hjá Julián Alvarez Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Mikael vann úrvalsdeildina með stæl Hart barist um að fylgja Íslandi á EM „Algjör forsmekkur að úrslitakeppninni“ Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Nýliðar fá séns hjá Heimi sem býr sig undir umspil McIlroy tók síma af gjammandi áhorfanda Hitti Arnór á Anfield Sjá meira
Tólf leikir fóru fram í NBA í nótt og þar bar hæst að Allen Iverson hjá Philadelphia 76ers átti enn einn stórleikinn og ætlar ekki að láta sitt eftir liggja í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni sem hefst eftir viku. Iverson var maðurinn á bak við sigur Philadelphia á Indiana í nótt, 90-86 og skoraði 43 stig í leiknum. Liðin tvö eru í harðri baráttu um síðustu sætin í úrslitakeppninni og því var sigur Philadelphia mjög mikilvægur. Washington Wizards eru í svipaðri stöðu og þeir unnu afar mikilvægan sigur á Cleveland Cavaliers í nótt, 119-111, en sæti Cleveland í úrsiltakeppninni hangir nú á bláþræði eftir enn eitt tapið. LeBron James skoraði 38 stig fyrir liðið, en það nægði ekki gegn öflugri sókn Wizards, þar sem þrír aðalskorarar liðsins fóru mikinn í leiknum. Gilbert Arenas var atkvæðamestur í liði Wizards með 33 stig og hitti frábærlega í leiknum. Boston Celtics unnu mjög góðan sigur á liði Miami Heat, sem var að tapa sínum fjórða leik í röð í fyrsta skipti í vetur og hafa aldeilis slakað á í síðustu leikjum. Shaquille O´Neal átti ágætan leik fyrir Heat og er að ná sér af magavírusnum sem var að plaga hann í síðustu viku, en það dugði ekki gegn frísku liði heimamanna í Boston. O´Neal skoraði 34 stig fyrir Miami, en hjá Boston var Paul Pierce maðurinn á bak við sigurinn og skoraði 22 stig, þar af mikilvægar körfur á lokasekúndum leikisins. Vince Carter gerði góða ferð á gamla heimavöll sinn í Toronto og kafsigldi fyrrum félaga sína í Raptors með 39 stigum og hans menn í New Jersey Nets eru nú hársbreidd frá því að stela síðasta sætinu inn í úrslitakeppni af Cleveland. Nets unnu leikinn nokkuð örugglega, 101-90. Meistarar Detroit Pistons eru á góðum skriði þessa dagana og komnir í úrslitagírinn. Þeir unnu stórsigur á Milwaukee Bucks í nótt, 99-73, en þetta var níundi sigur meistaranna í röð. Chicago Bulls hreinlega völtuðu yfir Orlando Magic í nótt, 117-77, þar sem þrír menn í liði Chicago skoruðu 17 stig. Liðið verður án Eddie Curry í úrslitakeppninni, en það virtist svo sannarlega ekki koma að sök í nótt og liðið verður óárennilegt í úrslitakeppninni. Phoenix Suns tryggðu sér annað 60 sigurleikja tímabilið í sögu félagsins í nótt þegar þeir sigruðu LA Clippers á heimavelli 98-91, þar sem Amare Stoudemire fór mikinn að venju og skoraði 24 stig og hirti 17 fráköst. Golden State Warriors sigruðu Portland Trailblazers örugglega 108-88, þar sem Damon Stoudamire hjá Portland, náði ekki aðeins sinni sjöttu þrennu á ferlinum með 18 stigum, 12 fráköstum og 11 stoðsendingum, heldur setti hann NBA met með því að reyna 21 þriggja stiga skot í leiknum. Hann hitti þó aðeins úr fimm þeirra og niðurstaðan enn eitt tapið hjá vængbrotnu liði Blazers. Mike Dunleavy var stigahæstur í liði Warriors með 20 stig. Seattle tryggði sér sigurinn í Norðvestur riðlinum með sigri á liði New Orleans, 97-72. Ray Allen var stigahæstur í liði Seattle með 32 stig. Að lokum vann Sacramento sigur á liði Los Angeles Lakers, 115-106, þar sem Mike Bibby var stigahæstur í liði Sacramento með 26 stig.
NBA Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Fleiri fréttir Óttaðist að ánetjast svefntöflum Lærisveinar Mourinho komu til baka en töpuðu svo í vító Danskur fótboltamaður skiptir um landslið „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Jóhann Þór: Kane og Ólafur hefðu getað spilað Tottenham afgreiddi Hollendingana í seinni leiknum Þrenna Bruno sendi Orra og félaga niðurlúta heim frá Old Trafford Albert skoraði og fagnaði í Íslendingaslagnum „Við reyndum að gera alls konar“ Leik lokið: Njarðvík - Tindastóll 101-90 | Sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð „Vonandi lærum við af þessu“ Martin og félagar flottir í Euroleague í kvöld Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 108-96 | Allir með hjá Álftanesi í sannfærandi sigri Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga Rómverjar misstu mann af velli á elleftu mínútu og eru úr leik Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Hneykslast á sóðaskap Real stjarnanna Alfreð fyrsti íslenski þjálfarinn til að tapa stigi Uppgjörið: KR - Haukar 103-87 | Fallnir Haukar velgdu KR-ingum hressilega undir uggum Hákon einn sá dýrasti og talinn kosta 6,7 milljarða Myndavél TNT Sports náði tvísnertingunni hjá Julián Alvarez Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Mikael vann úrvalsdeildina með stæl Hart barist um að fylgja Íslandi á EM „Algjör forsmekkur að úrslitakeppninni“ Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Nýliðar fá séns hjá Heimi sem býr sig undir umspil McIlroy tók síma af gjammandi áhorfanda Hitti Arnór á Anfield Sjá meira
Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti
Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga
Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti