Enginn eigi að segja af sér 16. apríl 2005 00:01 Sturla Böðvarsson samgönguráðherra segir að hann og aðrir ráðherrar beri ábyrgð á því að ákveðið hafi verið að hafna öllum tilboðum í Héðinsfjarðargöng á sínum tíma. Hann segir deildar meiningar um hvort ríkið hafi brotið lög, eins og héraðsdómur hefur sagt, Hæstiréttur eigi eftir að fjalla um málið. Hann telur að enginn eigi að segja af sér vegna málsins. Héraðsdómur Reykjavíkur staðfesti í gær álit kærunefndar útboðsmála um að ríkið hefði brotið lög með því að hafna öllum tilboðum í Héðinsfjarðargöng. Eins og kunnugt er taldi ríkisstjórnin, eftir að tilboð voru opnuð, að efnahagsástandið leyfði ekki að farið yrði í framkvæmdirnar en þau rök þykja ekki nægjanleg að mati kærunefndarinnar og héraðsdóms. Sturla Böðvarsson samgönguráðherra segir um málið séu deildar meiningar og að sjálfsögðu verði farið yfir það og lærdómur dreginn af niðurstöðu dómsins en Hæstiréttur hafi ekki kveðið upp sinn dóm. Ráðherra fagnar því að ríkið skuli hafa verið sýknað af skaðabótakröfu Íslenskra aðalverktaka í málinu en héraðsdómur taldi fyrirtækið ekki geta sannað með óyggjandi hætti að það hefði, þrátt fyrir lægsta boð, fengið verkið og grætt á því þrátt fyrir að vera þremur prósentum yfir kostnaðaráætlun. Það kom í hlut vegamálastjóra að bjóða verkið út og síðan að hafna tilboðum, sem telst lögbrot. Sturla segir að enginn sé í þeirri stöðu að hann þurfi að segja af sér vegna málsins. Ríkisstjórnin hafi tekið ákvörðun um að fresta framkvæmdunum og vegamálastjóri hafi ekki verið í neinni annarri stöðu en að ganga ekki til samninga við lægstbjóðanda í þessu tilviki. Sturla segir rétt að bíða eftir niðurstöðu Hæstaréttar. En hvað með ábyrgð samgönguráðherra? Sturla segist hluti af ríkisstjórninni og hún beri sína ábyrgð á málinu. Ákvörðunin hafi verið fullkomlega eðlileg enda hafi komið í ljós að verktakafyrirtækið hafi ekki orðið fyrir neinum skaða þannig að bætur séu í samræmi við það sem fyrirtækið hafi gert kröfu um. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Innlent Fleiri fréttir Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Sjá meira
Sturla Böðvarsson samgönguráðherra segir að hann og aðrir ráðherrar beri ábyrgð á því að ákveðið hafi verið að hafna öllum tilboðum í Héðinsfjarðargöng á sínum tíma. Hann segir deildar meiningar um hvort ríkið hafi brotið lög, eins og héraðsdómur hefur sagt, Hæstiréttur eigi eftir að fjalla um málið. Hann telur að enginn eigi að segja af sér vegna málsins. Héraðsdómur Reykjavíkur staðfesti í gær álit kærunefndar útboðsmála um að ríkið hefði brotið lög með því að hafna öllum tilboðum í Héðinsfjarðargöng. Eins og kunnugt er taldi ríkisstjórnin, eftir að tilboð voru opnuð, að efnahagsástandið leyfði ekki að farið yrði í framkvæmdirnar en þau rök þykja ekki nægjanleg að mati kærunefndarinnar og héraðsdóms. Sturla Böðvarsson samgönguráðherra segir um málið séu deildar meiningar og að sjálfsögðu verði farið yfir það og lærdómur dreginn af niðurstöðu dómsins en Hæstiréttur hafi ekki kveðið upp sinn dóm. Ráðherra fagnar því að ríkið skuli hafa verið sýknað af skaðabótakröfu Íslenskra aðalverktaka í málinu en héraðsdómur taldi fyrirtækið ekki geta sannað með óyggjandi hætti að það hefði, þrátt fyrir lægsta boð, fengið verkið og grætt á því þrátt fyrir að vera þremur prósentum yfir kostnaðaráætlun. Það kom í hlut vegamálastjóra að bjóða verkið út og síðan að hafna tilboðum, sem telst lögbrot. Sturla segir að enginn sé í þeirri stöðu að hann þurfi að segja af sér vegna málsins. Ríkisstjórnin hafi tekið ákvörðun um að fresta framkvæmdunum og vegamálastjóri hafi ekki verið í neinni annarri stöðu en að ganga ekki til samninga við lægstbjóðanda í þessu tilviki. Sturla segir rétt að bíða eftir niðurstöðu Hæstaréttar. En hvað með ábyrgð samgönguráðherra? Sturla segist hluti af ríkisstjórninni og hún beri sína ábyrgð á málinu. Ákvörðunin hafi verið fullkomlega eðlileg enda hafi komið í ljós að verktakafyrirtækið hafi ekki orðið fyrir neinum skaða þannig að bætur séu í samræmi við það sem fyrirtækið hafi gert kröfu um.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Innlent Fleiri fréttir Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Sjá meira