Innlent

Óskað eftir skýringum

Mannréttindadómstóll Evrópu hefur farið þess á leit við íslenska ríkið að það skili greinargerð um mál karlmanns sem var dæmdur fyrir að verða barni að bana með því að hrista það. Maðurinn var dæmdur til fangelsisvistar eftir að barn sem hann og kona hans höfðu í umsjá sinni lést. "Níutíu prósent af málum sem koma til kasta Mannréttindadómstólsins ná ekki svona langt," segir Sveinn Andri Sveinsson lögmaður mannsins sem fær síðan tækifæri til þess að svara greinargerð íslenska ríkisins. "Dómstóllinn sá að það var sáttaleið möguleg í málinu, auk þess sem hann sendi fyrirspurn varðandi nokkra þætti málsins."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×