Vonar að börn sjá ekki myndbandið 20. febrúar 2005 00:01 Móðir ungs manns sem lést eftir líkamsárás í Hafnarstræti segist ekki skilja hvers vegna fólk dreifi myndum af árásinni á Netinu. Hún vonar að börn sjái ekki þessar myndir. Myndir úr eftirlitsmyndavél lögreglunnar frá aðfararnótt 7. apríl árið 2002, þar sem birtist líkamsárás í miðborg Reykjavíkur sem lauk með því að 22 ára karlmaður beið bana, eru nú í dreifingu á Netinu eins og fram kom í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi. Þessar myndir voru meðal sönnunargagna í máli gegn tveimur ungum karlmönnum sem voru dæmdir í þriggja og sex ára fangelsi af Hæstarétti árið 2003. Yfirlögregluþjónn í Reykjavík sagðist í fréttum Stöðvar 2 í gær telja líklegast að árásarmennirnir eða verjendur þeirra hefðu komið myndunum í dreifingu, þær væru ekki frá lögreglu komnar og þjónuðu engan veginn þörfum lögreglunnar. Yfirlögregluþjónninn bætti því við að að sínu mati væri þetta afar ósmekklegt. Þorbjörg Finnbogadóttir, móðir Magnúsar Freys Sveinbjörnssonar sem lést í árásinni, segist ekki skilja tilganginn með því að setja myndbandið í dreifingu. Hún segir að hún hafi farið í kerfi við að frétta af þessu og henni finnist þetta klikkun. Hún skilji ekki að fólk hafi gaman af því að horfa á myndband eins og þetta, en þetta sé ekki leikur heldur hlutir sem hafi gerst í raunveruleikanum. Þorbjörg segist sjálf eiga ungling og 12 ára gamlan strák og sem betur sé sá yngri ekki mikið á Netinu. Hún vonar að börn hafi ekki séð myndbandið. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Rólegheitaveður á páskadag Innlent Fleiri fréttir Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Sjá meira
Móðir ungs manns sem lést eftir líkamsárás í Hafnarstræti segist ekki skilja hvers vegna fólk dreifi myndum af árásinni á Netinu. Hún vonar að börn sjái ekki þessar myndir. Myndir úr eftirlitsmyndavél lögreglunnar frá aðfararnótt 7. apríl árið 2002, þar sem birtist líkamsárás í miðborg Reykjavíkur sem lauk með því að 22 ára karlmaður beið bana, eru nú í dreifingu á Netinu eins og fram kom í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi. Þessar myndir voru meðal sönnunargagna í máli gegn tveimur ungum karlmönnum sem voru dæmdir í þriggja og sex ára fangelsi af Hæstarétti árið 2003. Yfirlögregluþjónn í Reykjavík sagðist í fréttum Stöðvar 2 í gær telja líklegast að árásarmennirnir eða verjendur þeirra hefðu komið myndunum í dreifingu, þær væru ekki frá lögreglu komnar og þjónuðu engan veginn þörfum lögreglunnar. Yfirlögregluþjónninn bætti því við að að sínu mati væri þetta afar ósmekklegt. Þorbjörg Finnbogadóttir, móðir Magnúsar Freys Sveinbjörnssonar sem lést í árásinni, segist ekki skilja tilganginn með því að setja myndbandið í dreifingu. Hún segir að hún hafi farið í kerfi við að frétta af þessu og henni finnist þetta klikkun. Hún skilji ekki að fólk hafi gaman af því að horfa á myndband eins og þetta, en þetta sé ekki leikur heldur hlutir sem hafi gerst í raunveruleikanum. Þorbjörg segist sjálf eiga ungling og 12 ára gamlan strák og sem betur sé sá yngri ekki mikið á Netinu. Hún vonar að börn hafi ekki séð myndbandið.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Rólegheitaveður á páskadag Innlent Fleiri fréttir Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Sjá meira