Viðskipti erlent

Lego flytur störf til Tékklands

Danska leikfangafyrirtækið Lego hefur tilkynnt að verksmiðja félagsins í Sviss ásamt fimm dreifingarstöðvum víðs vegar um Evrópu verði flutt til Tékklands. Þetta kemur fram í Vegvísi KB banka. Um 540 starfsmenn munu missa vinnu sína vegna skipulagsbreytinganna en ástæða þess að verksmiðjunni verður lokað í Sviss er hár launa- og framleiðslukostnaður þar í landi. Fyrir skömmu birti félagið lykiltölur úr rekstrinum fyrir fyrri árshelming og þar kom fram að tap upp á 156 milljónir danskra króna varð á rekstri félagsins á fyrstu sex mánuðum ársins.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×