Innlent

Yfirdýralæknir býst ekki við hinu versta fyrr en næsta vor

Fuglaflensan sem fannst í fjórum öndum í Svíþjóð í gær er ekki af þeim stofni veirunnar sem borist getur í menn. Yfirdýralæknir segir nauðsynlegt að búast við hinu versta - en þó ekki fyrr en næsta vor.

Veiran fannst í fjórum öndum sem fundust dauðar í Eskilstuna í gær, um 100 km vestur af Stokkhólmi. Halldór Runólfsson yfirdýralæknir segir veiruna ekki af hinum hættulega H5N1 stofni.

Gæsaveiðitímabilið á Íslandi stendur frá 20. ágúst og fram í apríl. Telur yfirdýralæknir hættu á því að Fuglaflensuveiran finnist í gæsum sem veiddar eru hér við land?

Og nú fyrir stundu var staðfest að fuglaflensuveiran sem fannst í dauðum páfagauki í Bretlandi, var af hættulega stofninum H5N1 sem borist getur í menn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×