Innlent

Lögfræðingur RÚV fer yfir skrif

Markús Örn Antonsson útvarpssjóri segir lögfræðing stofnunarinnar fara yfir skrif Sigmundar Sigurgeirssonar, forstöðumanns svæðisútvarpsins á Suðurlandi, á bloggsíðu sína. Hann vildi að örðu leyti ekki tjá sig um skrif starfsmannsins. Sigmundur, sem starfað hefur við svæðisútvarpið um nokkurt skeið, hefur á bloggsíðu sinni beðist afsökunnar á skrifum sínum þar sem hann var mjög orðljótur í garð Baugsfjölskyldunnar. Þar kallaði hann Jóhannes Jónsson og börn hans skítapakk og hyski af ódýrustu sort. Hann hét því að stíga aldrei fæti inn í verslanir þeirra í framtíðinni eftir að hafa lesið ákærur Ríkislögreglustjóra á hendur fjölskyldunni. Einnig sagði Sigmundur ömurlegt að heyra þetta skítapakk, eins og hann kallið þau, reyndi að verja sig og ráðast á stjórnmálamenn. Það væru stjórnmálamennirnir sem hugsuðu um hag fólksins og kæmu svona svindlurum úr umferð. Þá kallaði hann stjórnendur KB banka andskotans bankastjórahyski sem hefði staðið á bak við Baugsfjölskylduna og sagði þá eiga skömm fyrir. Það virðist vera sem svo að eftir hringingu frá blaðamanni DV hafi Sigmundur ákveðið að biðjast afsökunar á skrifum sínum. Blaðamaðurinn spurði Sigmund hvort það væri réttmætt að maður í hans stöðu skrifaði slíka pistla.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×