Dómsmálaráðherra ráðstafar einn átta milljónum til mannréttindamála 23. nóvember 2005 21:05 Dómsmálaráðherra verður nú einn að ráðstafa átta milljónum til mannréttindamála eftir breytingar á fjárlagafrumvarpinu í meðförum fjárlaganefndar. Fjórar milljónir á forræði utanríkisráðherra færast á hendur Björns Bjarnasonar. Þingmaður Samfylkingarinnar segir þetta ekki djarfmannlegt af nýjum formanni Sjálfstæðisflokksins. Átta milljónir sem áður runnu beint til að reka mannréttindaskrifstofu Íslands fóru á forræði tveggja ráðuneyta eftir breytingar á fjárlögum í fyrra. Þetta varð til þess að skrifstofan varð að leita á náðir ráðuneytanna um féð og eyrnamerkja það einstökum verkefnum. Leikar fóru síðan svo að skrifstofan fékk ekki krónu frá utanríkisráðuneytinu og einungis rúmar tvær milljónir frá dómsmálaráðuneytinu. Um tíma blasti við að loka þyrfti skrifstofunni en félagasamtök hlupu undir bagga. Þær breytingar hafa nú verið gerðar í meðförum fjárlagafrumvarpsins í fjárlaganefnd að fjórar milljónir sem utanríkisráðuneytið átti að ráðstafa flytjast nú alfarið til dómsmálaráðherra. Þingmaður Samfylkingarinnar segir þetta ekki bera vott um djörfung. Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar, segir það vekja eftirtekt að nýr formaður Sjálfstæðisflokksins víkur sér undan því að taka afstöðu til fjárveitinga til mannréttindaskrifstofunnar. Eins og menn muna þá gengu Davíð Oddsson og Björn Bjarnason hart fram í því að skera niður fjárveitingar til stofnunarinnar af því að hún hafði leyft sér að gagnrýna stjórnarfrumvarp en nú lætur Geir flytja fjárveitinguna úr utanríkisráðuneytinu og yfir í dómsmálaráðuneytið, augljóslega af því að hann treystir sér hvorki til að veita mannréttindaskrifstofunni fjárstuðning né til þess að neita henni um hann. Helgi segir að fjárveiting fyrrum utanríkisráðherra hafi legið ónotuð að mestu. Helgi Hjörvar segir jafnframt að núna virðist Geir hvorki treysta sér til að fylgja fram þeirri stefnu né að sýna þá djörfung að láta mannréttindaskrifstofuna hafa þann fjárstuðning sem að áður var um samið og brjóta þannig blað hvað varðar stefnu Sjálfstæðisflokksins gagnvart mannréttindaskrifstofunni. Hann hefði vonast eftir meiri djörfung af nýjum formanni flokksins en hann vísar skítverkunum greinilega á Björn Bjarnason. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Selinskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala Innlent Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Innlent Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Innlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Grjót berst yfir veginn við Kjalarnes vegna hafróts Innlent Heilsu páfans hrakar skyndilega Erlent Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Erlent Fleiri fréttir Grjóthnullungar á stærð við mannfólk í átt að ferðamönnum Hitafundur í Hvíta húsinu og óveður í Reynisfjöru Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Grjót berst yfir veginn við Kjalarnes vegna hafróts Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala „Við gefumst ekki upp á ykkur“ „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Sjá meira
Dómsmálaráðherra verður nú einn að ráðstafa átta milljónum til mannréttindamála eftir breytingar á fjárlagafrumvarpinu í meðförum fjárlaganefndar. Fjórar milljónir á forræði utanríkisráðherra færast á hendur Björns Bjarnasonar. Þingmaður Samfylkingarinnar segir þetta ekki djarfmannlegt af nýjum formanni Sjálfstæðisflokksins. Átta milljónir sem áður runnu beint til að reka mannréttindaskrifstofu Íslands fóru á forræði tveggja ráðuneyta eftir breytingar á fjárlögum í fyrra. Þetta varð til þess að skrifstofan varð að leita á náðir ráðuneytanna um féð og eyrnamerkja það einstökum verkefnum. Leikar fóru síðan svo að skrifstofan fékk ekki krónu frá utanríkisráðuneytinu og einungis rúmar tvær milljónir frá dómsmálaráðuneytinu. Um tíma blasti við að loka þyrfti skrifstofunni en félagasamtök hlupu undir bagga. Þær breytingar hafa nú verið gerðar í meðförum fjárlagafrumvarpsins í fjárlaganefnd að fjórar milljónir sem utanríkisráðuneytið átti að ráðstafa flytjast nú alfarið til dómsmálaráðherra. Þingmaður Samfylkingarinnar segir þetta ekki bera vott um djörfung. Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar, segir það vekja eftirtekt að nýr formaður Sjálfstæðisflokksins víkur sér undan því að taka afstöðu til fjárveitinga til mannréttindaskrifstofunnar. Eins og menn muna þá gengu Davíð Oddsson og Björn Bjarnason hart fram í því að skera niður fjárveitingar til stofnunarinnar af því að hún hafði leyft sér að gagnrýna stjórnarfrumvarp en nú lætur Geir flytja fjárveitinguna úr utanríkisráðuneytinu og yfir í dómsmálaráðuneytið, augljóslega af því að hann treystir sér hvorki til að veita mannréttindaskrifstofunni fjárstuðning né til þess að neita henni um hann. Helgi segir að fjárveiting fyrrum utanríkisráðherra hafi legið ónotuð að mestu. Helgi Hjörvar segir jafnframt að núna virðist Geir hvorki treysta sér til að fylgja fram þeirri stefnu né að sýna þá djörfung að láta mannréttindaskrifstofuna hafa þann fjárstuðning sem að áður var um samið og brjóta þannig blað hvað varðar stefnu Sjálfstæðisflokksins gagnvart mannréttindaskrifstofunni. Hann hefði vonast eftir meiri djörfung af nýjum formanni flokksins en hann vísar skítverkunum greinilega á Björn Bjarnason.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Selinskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala Innlent Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Innlent Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Innlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Grjót berst yfir veginn við Kjalarnes vegna hafróts Innlent Heilsu páfans hrakar skyndilega Erlent Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Erlent Fleiri fréttir Grjóthnullungar á stærð við mannfólk í átt að ferðamönnum Hitafundur í Hvíta húsinu og óveður í Reynisfjöru Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Grjót berst yfir veginn við Kjalarnes vegna hafróts Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala „Við gefumst ekki upp á ykkur“ „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Sjá meira