
Innlent
Íhuga málsókn vegna byggðakvóta

Landsamband íslenskra útvegsmanna, LÍÚ, íhugar nú að höfða mál á hendur sjávarútvegsráðherra og ríkinu vegna byggðakvóta og annarra sértækra aðgerða við úthlutun kvóta. LÍÚ telur að aðgerðir sjávarútvegsráðherra jafngildi eignaupptöku og standist ekki ákvæði stjórnarskrár um eignarrétt.