Innlent

Hafró kannar áhrif flottrolls

Einar K Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra segist ekki vilja banna sumarveiðar á loðnu, þrátt fyrir þær gagnrýnisraddir sem segja að sumarveiðin sé að ganga of nærri loðnustofninum. Einar segir sumarveiðarnar vera það umfangslitlar að ekki sé ástæða til að banna þær. Þetta kom fram í utandagskrárumræðu sem Hjálmar Árnason bað um og fór fram á Alþingi í dag. Ennfremur segir Einar að hann hafi farið fram á það við Hafrannsóknarstofnun að áhrif veiða með flottrolli á loðnustofninn verði rannsakaðar sérstaklega. Deildar meiningar hafa verið um það hvort veiðar með flottrolli séu æskilegar, sumir vilja meina að þær eyðileggi göngur loðnunnar. >



Fleiri fréttir

Sjá meira


×