Vodafone býður nú Mobile Connect 29. september 2005 00:01 Og Vodafone hefur hafið sölu á Vodafone Mobile Connect, gagnaflutningskorti, fyrir viðskiptavini fyrirtækisins. Gagnaflutningskortið býr yfir SIM korti sem gerir fartölvunotendum mögulegt að tengjast Netinu þráðlaust, óháð stað og stund. Með þessum hætti getur fólk ávallt haft aðgang að þeim gögnum og hugbúnaði sem á þarf að halda. Kortið notar GPRS/EDGE til þess að tengjast Netinu en Og Vodafone ætlar að ljúka innleiðingu á EDGE á höfuðborgarsvæðinu fyrir árslok. Erlendis notar Mobile Connect annað hvort GPRS eða EDGE og velur sjálfkrafa EDGE ef það býst. Flutningshraði í GSM kerfi Og Vodafone margfaldast með EDGE (Enhanced Data Rates for Global Evolution), en tæknin er frá 120 kb/s til 238 kb/s. Til samanburðar er flutningshraði með GPRS (General Packet Radio Service) allt að því 52 kb/s í GSM kerfinu. GSM kerfi með GPRS hafa verið nefnd kynslóð 2,5 en kerfi með EDGE styrkingu er gjarnan nefnt kynslóð 2,75. Með Vodafone Mobile Connect er auðvelt að skoða tölvupóst, tengjast VPN vinnuhliði eða vafra á Netinu. Vodafone Mobile Connect nýtist einkum þeim sem eru á ferðalagi eða í viðskiptaferðum og vilja eiga þess kost að tengjast óháð stað og stund. "Enginn kostnaður er vegna notkunar á kortinu í formi mínútugjalda heldur einungis þegar póstur eða gögn eru sótt. Kortið er því lítill kostnaðarauki fyrir notendur," segir Kolbeinn Einarsson, deildarstjóri Vörumótunar hjá Og Vodafone. Hann segir að tæknin komi mörgum að góðum notum, svo sem fólki á ferðalögum. Kolbeinn segir ennfremur að sambandið náist víða og lítil fyrirstaða fyrir notendur að fara á Netið. Vodafone Mobile Connect er afurð Vodafone Group í Bretlandi en flest önnur Vodafone félög erlendis hafa tekið eða eru að taka kortið í notkun. Gert er ráð fyrir að kortið verði staðalbúnaður í fartölvum þegar fram líða stundir. Kolbeinn segir að kortið hafi slegið í gegn hjá viðskiptavinum Vodafone erlendis og hann sé sannfærður um að það eigi eftir að verða mikið notað hjá viðskiptavinum Og Vodafone hér á landi. Vodafone Mobile Connect virkar fyrir Mac-fartölvur sem aðrar tegundir fartölva sem keyra á Windows stýrikerfi. Innlent Tækni Viðskipti Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Fleiri fréttir Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Sjá meira
Og Vodafone hefur hafið sölu á Vodafone Mobile Connect, gagnaflutningskorti, fyrir viðskiptavini fyrirtækisins. Gagnaflutningskortið býr yfir SIM korti sem gerir fartölvunotendum mögulegt að tengjast Netinu þráðlaust, óháð stað og stund. Með þessum hætti getur fólk ávallt haft aðgang að þeim gögnum og hugbúnaði sem á þarf að halda. Kortið notar GPRS/EDGE til þess að tengjast Netinu en Og Vodafone ætlar að ljúka innleiðingu á EDGE á höfuðborgarsvæðinu fyrir árslok. Erlendis notar Mobile Connect annað hvort GPRS eða EDGE og velur sjálfkrafa EDGE ef það býst. Flutningshraði í GSM kerfi Og Vodafone margfaldast með EDGE (Enhanced Data Rates for Global Evolution), en tæknin er frá 120 kb/s til 238 kb/s. Til samanburðar er flutningshraði með GPRS (General Packet Radio Service) allt að því 52 kb/s í GSM kerfinu. GSM kerfi með GPRS hafa verið nefnd kynslóð 2,5 en kerfi með EDGE styrkingu er gjarnan nefnt kynslóð 2,75. Með Vodafone Mobile Connect er auðvelt að skoða tölvupóst, tengjast VPN vinnuhliði eða vafra á Netinu. Vodafone Mobile Connect nýtist einkum þeim sem eru á ferðalagi eða í viðskiptaferðum og vilja eiga þess kost að tengjast óháð stað og stund. "Enginn kostnaður er vegna notkunar á kortinu í formi mínútugjalda heldur einungis þegar póstur eða gögn eru sótt. Kortið er því lítill kostnaðarauki fyrir notendur," segir Kolbeinn Einarsson, deildarstjóri Vörumótunar hjá Og Vodafone. Hann segir að tæknin komi mörgum að góðum notum, svo sem fólki á ferðalögum. Kolbeinn segir ennfremur að sambandið náist víða og lítil fyrirstaða fyrir notendur að fara á Netið. Vodafone Mobile Connect er afurð Vodafone Group í Bretlandi en flest önnur Vodafone félög erlendis hafa tekið eða eru að taka kortið í notkun. Gert er ráð fyrir að kortið verði staðalbúnaður í fartölvum þegar fram líða stundir. Kolbeinn segir að kortið hafi slegið í gegn hjá viðskiptavinum Vodafone erlendis og hann sé sannfærður um að það eigi eftir að verða mikið notað hjá viðskiptavinum Og Vodafone hér á landi. Vodafone Mobile Connect virkar fyrir Mac-fartölvur sem aðrar tegundir fartölva sem keyra á Windows stýrikerfi.
Innlent Tækni Viðskipti Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Fleiri fréttir Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Sjá meira