Útiloka ekki fleiri árásir 7. júlí 2005 00:01 Almenningur verður að vera vel á verði, segja talsmenn lögregluyfirvalda í London, þar sem ekki sé ljóst hvort að hrinu hryðjuverkaárása í borginni sé lokið. Bandarísk yfirvöld hafa einnig ákveðið að hækka viðbúnaðarstigið þar í landi, þó aðeins fyrir lestarkerfi og neðanjarðarlestir. Flugsamgöngur verða eftir sem áður með sama hætti og venjulega. Enn ríkir nokkur óvissa um atburðarásina í morgun, bæði um tölu þeirra sem týndu lífi og fjölda sprengna. Reuters-fréttaþjónusta hefur heimildir fyrir því að fjörutíu og fimm hafi farist; staðfest tala frá Lundúnalögreglunni er þrjátíu og þrír. Slasaðir eru sagðir á bilinu hundrað og fimmtíu, sem eru alvarlega slasaðir, til eitt þúsund. Fjöldi sprengnanna er einnig á reiki en svo virðist sem sjö sprengjur hafi sprungið á fjórum stöðum: á milli Russel Square og King's Cross neðanjarðarlestarstöðvanna; á milli Moorgate, Aldgate og Liverpool Street stöðvanna; sú þriðja nærri Edgware Road og sú fjórða á Tavistock square þar sem sprengja sprakk í strætisvagni. Lundúnalögreglan segir óvíst hvort að sprengjan í strætisvagninum átti að springa þar eða hvort henni var ætlað að vera í neðanjarðarlest, eins og hinar sprengjurnar. Enginn vafi leiki lengur á því að um hryðjuverk hafi verið að ræða. Áður óþekktur hópur, sem kallar sig "Leynihóp heilags stríðs al-Qaida í Evrópu", lýsti árásunum á hendur sér í yfirlýsingu sem birt var á íslamskri vefsíðu. Á henni segir meðal annars að Bretland brenni nú af ótta og skelfingu í norðri, suðri, austri og vestri. Þetta hefur ekki fengist staðfest og lögreglan segist hvorki hafa fengið viðvaranir né yfirlýsingar þar sem gengist er við tilræðunum.MYND/APMYND/AP Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Foreldrar barna á Brákarborg langþreyttir á fáliðun og reglulegum lokunum Innlent Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Erlent Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Erlent Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Erlent „Þetta er mjög slæmt fyrir samfélagið í heild sinni“ Innlent Vilja rektor sem afþakkar „illa fengið fé“ Innlent „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Innlent Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Innlent „Þetta skilgreinir þorpið“ Innlent Tilkynningum um barnaníð fjölgaði verulega Innlent Fleiri fréttir Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Bönnuðu bardaga nýnasista og gengisfélaga í Helsinki Tvö geimför á leið til tunglsins Reyna að banna Bandidos-mótorhjólagengið í Danmörku 97 árásir á „örugga svæðið“ á Gasa Forseti Suður-Kóreu handtekinn í mikilli aðgerð Minni vindur í LA en óttast hafði verið Vilja nota fleiri aðferðir en bara BMI til að meta offitu Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Greiddi aðila sem þóttist vera Brad Pitt tugi milljóna Bræðurnir Tate lausir úr stofufangelsi, aftur Hamas-liðar samþykktu drög að friðarsamkomulagi Að minnsta kosti hundrað hafa dáið ofan í lokaðri námu Lögðu kapp á að senda Pútín viðvörun vegna eldsprengja Eldar sagðir loga víða í Rússlandi eftir árásir Flokkur Farage fast á hæla Verkamannaflokksins Segist ítrekað hafa komið í veg fyrir frið á Gasa Sjá meira
Almenningur verður að vera vel á verði, segja talsmenn lögregluyfirvalda í London, þar sem ekki sé ljóst hvort að hrinu hryðjuverkaárása í borginni sé lokið. Bandarísk yfirvöld hafa einnig ákveðið að hækka viðbúnaðarstigið þar í landi, þó aðeins fyrir lestarkerfi og neðanjarðarlestir. Flugsamgöngur verða eftir sem áður með sama hætti og venjulega. Enn ríkir nokkur óvissa um atburðarásina í morgun, bæði um tölu þeirra sem týndu lífi og fjölda sprengna. Reuters-fréttaþjónusta hefur heimildir fyrir því að fjörutíu og fimm hafi farist; staðfest tala frá Lundúnalögreglunni er þrjátíu og þrír. Slasaðir eru sagðir á bilinu hundrað og fimmtíu, sem eru alvarlega slasaðir, til eitt þúsund. Fjöldi sprengnanna er einnig á reiki en svo virðist sem sjö sprengjur hafi sprungið á fjórum stöðum: á milli Russel Square og King's Cross neðanjarðarlestarstöðvanna; á milli Moorgate, Aldgate og Liverpool Street stöðvanna; sú þriðja nærri Edgware Road og sú fjórða á Tavistock square þar sem sprengja sprakk í strætisvagni. Lundúnalögreglan segir óvíst hvort að sprengjan í strætisvagninum átti að springa þar eða hvort henni var ætlað að vera í neðanjarðarlest, eins og hinar sprengjurnar. Enginn vafi leiki lengur á því að um hryðjuverk hafi verið að ræða. Áður óþekktur hópur, sem kallar sig "Leynihóp heilags stríðs al-Qaida í Evrópu", lýsti árásunum á hendur sér í yfirlýsingu sem birt var á íslamskri vefsíðu. Á henni segir meðal annars að Bretland brenni nú af ótta og skelfingu í norðri, suðri, austri og vestri. Þetta hefur ekki fengist staðfest og lögreglan segist hvorki hafa fengið viðvaranir né yfirlýsingar þar sem gengist er við tilræðunum.MYND/APMYND/AP
Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Foreldrar barna á Brákarborg langþreyttir á fáliðun og reglulegum lokunum Innlent Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Erlent Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Erlent Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Erlent „Þetta er mjög slæmt fyrir samfélagið í heild sinni“ Innlent Vilja rektor sem afþakkar „illa fengið fé“ Innlent „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Innlent Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Innlent „Þetta skilgreinir þorpið“ Innlent Tilkynningum um barnaníð fjölgaði verulega Innlent Fleiri fréttir Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Bönnuðu bardaga nýnasista og gengisfélaga í Helsinki Tvö geimför á leið til tunglsins Reyna að banna Bandidos-mótorhjólagengið í Danmörku 97 árásir á „örugga svæðið“ á Gasa Forseti Suður-Kóreu handtekinn í mikilli aðgerð Minni vindur í LA en óttast hafði verið Vilja nota fleiri aðferðir en bara BMI til að meta offitu Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Greiddi aðila sem þóttist vera Brad Pitt tugi milljóna Bræðurnir Tate lausir úr stofufangelsi, aftur Hamas-liðar samþykktu drög að friðarsamkomulagi Að minnsta kosti hundrað hafa dáið ofan í lokaðri námu Lögðu kapp á að senda Pútín viðvörun vegna eldsprengja Eldar sagðir loga víða í Rússlandi eftir árásir Flokkur Farage fast á hæla Verkamannaflokksins Segist ítrekað hafa komið í veg fyrir frið á Gasa Sjá meira