Lánum og fjárdrætti blandað saman 11. október 2005 00:01 "Halldór sagði á fundi með blaða- og fréttamönnum í gær, að hann hefði rætt málið við dómsmálaráðherra þá um morguninn og hann hefði útskýrt sín sjónarmið. „Það liggur alveg ljóst fyrir, bæði í mínum huga og dómsmálaráðherra, að ákæruvaldið er algerlega sjálfstætt. Það vill hins vegar þannig til í þessu máli að það er fallinn dómur í Hæstarétti sem ég hef lesið og farið yfir. Og það hlýtur að vera þessu sama ákæruvaldi mikið áhyggjuefni og mikill áfellisdómur. Ég tel að það þurfi að taka mjög alvarlega. Þess vegna finnst mér það mjög gott að ríkissaksóknari hafi nú ákveðið að taka málið til sín. Ég geng út frá því að ríkissaksóknari muni fá nýja aðila til þess að fara yfir málið og meta það í þessu ljósi. Ég vænti þess að ríkissaksóknari geti unnið þetta mál fljótt og vel því það er satt best að segja búið að taka allt of langan tíma. Og þessi dómur hæstaréttar er mjög harðorður og hlýtur að vekja ýmsar spurningar. En það er ekki okkar í ríkisstjórninni að blanda okkur inn í störf ákæruvaldsins því að er sjálfstætt." Halldór gat þess að eitt af því sem rætt væri í stjórnarskrárnefndinni væri að ítreka enn frekar sjálfstæði ákæruvaldsins með því að setja um það ákvæði í stjórnarskrána. Að svo miklu leyti sem niðurstaða dómstóla í Baugsmálinu kann að vera áfellisdómur yfir embætti ríkislögreglustjóra og saksóknara kann það einnig að eiga við um dómsmálaráðherrann sem er æðsti yfirmaður lögreglustjóraembættisins. Þessu neitar forsætisráðherra. „Ákæruvaldið er sjálfstætt og dómsmálaráðherrann hvorki getur né á að blanda sér inn í það. En þegar svona kemur upp hljóta menn að vilja draga lærdóm af því og fara yfir málið. Ég get ekkert neitað því eftir að hafa lesið þennan dóm að þá vakna spurningar í mínum huga. Ég er endurskoðandi að mennt og mér finnst það sérkennilegt þegar ég les það sem gamall endurskoðandi að menn blandi saman hugsanlegum fjárdrætti og hugsanlegum ólöglegum lánum. Í mínum huga er himinn og haf milli þessara mála. Ég hef engar skýringar á því." Aðspurður um það hvort forsætisráðherra vantreysti embætti ríkislögreglustjóra kvaðst hann ekki vilja gerast dómari. „Það er alveg ljóst að með því að ríkissaksóknari hefur ákveðið að taka málið til sín liggur það alveg ljóst fyrir að hið svokallaða ákæruvald muni hugsa sig vel um áður en lengra verður haldið í málinu. Og ég tel að það sé mjög gott." Halldór útilokar að pólitísk afskipti hafi verið af Baugsmálinu og kvaðst ekki vita meira en ðarir um hugsanleg afskipti af þeim toga. „Ég hef enga ástæðu til að ætla að svo sé. Ég hef enga ástæðu til að vantreysta ákætuvaldinu með þeim hætti. Það geta að sjálfsögðu orðið mistök hjá þeim eins og hjá öðrum. Og ég hef engar skýringar á því. Þessi dómur hæstaréttar er mjög harðorður. Það fer ekkert á milli mála. Og það hlýtur að vera þeim sem þarna eru sakborningar mikill léttir að fá þennan dóm miðað við hverju þeir hafa haldið fram." Forsætisráðherrra sagðist ekki vilja fullyrða neitt um það hvort einhver yrði dreginn til ábyrgðar ef sannaðist að Baugsmálið væri ekki á rökum reist. „Ég sagði áðan að við yrðum að draga lærdóm af málinu. Ég vil ekki tala um það sem ekki hefur gerst. Það er nóg að tala um það sem gerst hefur þótt maður fari ekki að ræða eitthvað sem eftir á að gerast. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira
"Halldór sagði á fundi með blaða- og fréttamönnum í gær, að hann hefði rætt málið við dómsmálaráðherra þá um morguninn og hann hefði útskýrt sín sjónarmið. „Það liggur alveg ljóst fyrir, bæði í mínum huga og dómsmálaráðherra, að ákæruvaldið er algerlega sjálfstætt. Það vill hins vegar þannig til í þessu máli að það er fallinn dómur í Hæstarétti sem ég hef lesið og farið yfir. Og það hlýtur að vera þessu sama ákæruvaldi mikið áhyggjuefni og mikill áfellisdómur. Ég tel að það þurfi að taka mjög alvarlega. Þess vegna finnst mér það mjög gott að ríkissaksóknari hafi nú ákveðið að taka málið til sín. Ég geng út frá því að ríkissaksóknari muni fá nýja aðila til þess að fara yfir málið og meta það í þessu ljósi. Ég vænti þess að ríkissaksóknari geti unnið þetta mál fljótt og vel því það er satt best að segja búið að taka allt of langan tíma. Og þessi dómur hæstaréttar er mjög harðorður og hlýtur að vekja ýmsar spurningar. En það er ekki okkar í ríkisstjórninni að blanda okkur inn í störf ákæruvaldsins því að er sjálfstætt." Halldór gat þess að eitt af því sem rætt væri í stjórnarskrárnefndinni væri að ítreka enn frekar sjálfstæði ákæruvaldsins með því að setja um það ákvæði í stjórnarskrána. Að svo miklu leyti sem niðurstaða dómstóla í Baugsmálinu kann að vera áfellisdómur yfir embætti ríkislögreglustjóra og saksóknara kann það einnig að eiga við um dómsmálaráðherrann sem er æðsti yfirmaður lögreglustjóraembættisins. Þessu neitar forsætisráðherra. „Ákæruvaldið er sjálfstætt og dómsmálaráðherrann hvorki getur né á að blanda sér inn í það. En þegar svona kemur upp hljóta menn að vilja draga lærdóm af því og fara yfir málið. Ég get ekkert neitað því eftir að hafa lesið þennan dóm að þá vakna spurningar í mínum huga. Ég er endurskoðandi að mennt og mér finnst það sérkennilegt þegar ég les það sem gamall endurskoðandi að menn blandi saman hugsanlegum fjárdrætti og hugsanlegum ólöglegum lánum. Í mínum huga er himinn og haf milli þessara mála. Ég hef engar skýringar á því." Aðspurður um það hvort forsætisráðherra vantreysti embætti ríkislögreglustjóra kvaðst hann ekki vilja gerast dómari. „Það er alveg ljóst að með því að ríkissaksóknari hefur ákveðið að taka málið til sín liggur það alveg ljóst fyrir að hið svokallaða ákæruvald muni hugsa sig vel um áður en lengra verður haldið í málinu. Og ég tel að það sé mjög gott." Halldór útilokar að pólitísk afskipti hafi verið af Baugsmálinu og kvaðst ekki vita meira en ðarir um hugsanleg afskipti af þeim toga. „Ég hef enga ástæðu til að ætla að svo sé. Ég hef enga ástæðu til að vantreysta ákætuvaldinu með þeim hætti. Það geta að sjálfsögðu orðið mistök hjá þeim eins og hjá öðrum. Og ég hef engar skýringar á því. Þessi dómur hæstaréttar er mjög harðorður. Það fer ekkert á milli mála. Og það hlýtur að vera þeim sem þarna eru sakborningar mikill léttir að fá þennan dóm miðað við hverju þeir hafa haldið fram." Forsætisráðherrra sagðist ekki vilja fullyrða neitt um það hvort einhver yrði dreginn til ábyrgðar ef sannaðist að Baugsmálið væri ekki á rökum reist. „Ég sagði áðan að við yrðum að draga lærdóm af málinu. Ég vil ekki tala um það sem ekki hefur gerst. Það er nóg að tala um það sem gerst hefur þótt maður fari ekki að ræða eitthvað sem eftir á að gerast.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira