Bjarna sé beitt í leikmannamálum 14. maí 2005 00:01 Vestamannaeyingar gefa í skyn að formanni allsherjarnefndar Alþingis, Bjarna Benediktssyni, hafi verið beitt til að fá handknattleiksmenn til að yfirgefa ÍBV og ganga til liðs við Stjörnuna með loforði um ríkisborgararétt. Formaður handknattleiksdeildar ÍBV staðhæfir á heimasíðu félagsins að Tite Kalandaze hafi verið lofað ríkisborgararétti gengi hann til liðs við Stjörnuna, en hann og Roland Eradze hafa báðir skrifað undir samning við liðið. Látið hefur verið í ljós að Bjarni Benedikstsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks og formaður allsherjarnefndar, sé sá sem útvega eigi ríkisborgararéttinn. Bjarni segist ekki hafa neitt heyrt af málinu nema það sem hann hafi lesið á netmiðlum og heyri í fréttum. Það hafi ekki verið haft samband við hann í tengslum við leikmannaskipti og það komi honum mjög á óvart að þessi umræða sé í gangi. En kæmi aðstoð við slíkt til greina að hálfu Bjarna? Bjarni segir að umsóknir um ríkisborgararétt hafi sinn gang. Þær fari fyrst til dómsmálaráðuneytisins en fari svo fyrir þingið. Þar fjalli fulltrúar úr allsherjarnefnd um umsóknirnar og beri síðan sína niðurstöðu undir nefndina sem svo fari fyrir þingið. Ómögulegt sé að segja hvaða meðferð beiðni Kalandazes fengi á þessu stigi málsins. Aðspurður hvort að skipti máli í hvort menn séu í ÍBV eða Sjörnunni við meðferð umsókna um ríkisborgararétt segir Bjarni að að sjálfsögðu gerir það það ekki. Það hafi ekkert með málið að gera. Spuður hvað honum finnist um ásakanirnar segir Bjarni að hann vilji sem minnst um þær segja. Hann skilji ekki af hverju umræðan fari af stað með þessum hætti og best sé að spyrja þá sem hlut eigi að máli hvernig á þessu standi. Eyjamenn láta eins óánægju sína í ljós og segja að mönnunum hafi verið boðin laun sem ekki hafi verið hægt að keppa við og á bak við það hafi staðið faðir Bjarna, Benedikt Sveinsson. Íslenski handboltinn Innlent Stj.mál Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Enski boltinn Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Fleiri fréttir Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Deschamps hættir með Frakka eftir HM 2026 Uppgjör: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið Newcastle með manninn sem Arsenal vantar „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Ræddu ótrúlega fimmtán leikja sigurgöngu OKC Elfsborg að kaupa Júlíus Magnússon Kastaði óvart spaða í áhorfanda Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs Svartur mánudagur í NFL-deildinni: Fjórar þjálfarastöður á lausu Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun West Ham búið að bjóða Potter starfið Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ Segir fótboltaguðina á móti Luton Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Milan og Juventus ásælast framherja United Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Sjá meira
Vestamannaeyingar gefa í skyn að formanni allsherjarnefndar Alþingis, Bjarna Benediktssyni, hafi verið beitt til að fá handknattleiksmenn til að yfirgefa ÍBV og ganga til liðs við Stjörnuna með loforði um ríkisborgararétt. Formaður handknattleiksdeildar ÍBV staðhæfir á heimasíðu félagsins að Tite Kalandaze hafi verið lofað ríkisborgararétti gengi hann til liðs við Stjörnuna, en hann og Roland Eradze hafa báðir skrifað undir samning við liðið. Látið hefur verið í ljós að Bjarni Benedikstsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks og formaður allsherjarnefndar, sé sá sem útvega eigi ríkisborgararéttinn. Bjarni segist ekki hafa neitt heyrt af málinu nema það sem hann hafi lesið á netmiðlum og heyri í fréttum. Það hafi ekki verið haft samband við hann í tengslum við leikmannaskipti og það komi honum mjög á óvart að þessi umræða sé í gangi. En kæmi aðstoð við slíkt til greina að hálfu Bjarna? Bjarni segir að umsóknir um ríkisborgararétt hafi sinn gang. Þær fari fyrst til dómsmálaráðuneytisins en fari svo fyrir þingið. Þar fjalli fulltrúar úr allsherjarnefnd um umsóknirnar og beri síðan sína niðurstöðu undir nefndina sem svo fari fyrir þingið. Ómögulegt sé að segja hvaða meðferð beiðni Kalandazes fengi á þessu stigi málsins. Aðspurður hvort að skipti máli í hvort menn séu í ÍBV eða Sjörnunni við meðferð umsókna um ríkisborgararétt segir Bjarni að að sjálfsögðu gerir það það ekki. Það hafi ekkert með málið að gera. Spuður hvað honum finnist um ásakanirnar segir Bjarni að hann vilji sem minnst um þær segja. Hann skilji ekki af hverju umræðan fari af stað með þessum hætti og best sé að spyrja þá sem hlut eigi að máli hvernig á þessu standi. Eyjamenn láta eins óánægju sína í ljós og segja að mönnunum hafi verið boðin laun sem ekki hafi verið hægt að keppa við og á bak við það hafi staðið faðir Bjarna, Benedikt Sveinsson.
Íslenski handboltinn Innlent Stj.mál Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Enski boltinn Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Fleiri fréttir Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Deschamps hættir með Frakka eftir HM 2026 Uppgjör: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið Newcastle með manninn sem Arsenal vantar „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Ræddu ótrúlega fimmtán leikja sigurgöngu OKC Elfsborg að kaupa Júlíus Magnússon Kastaði óvart spaða í áhorfanda Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs Svartur mánudagur í NFL-deildinni: Fjórar þjálfarastöður á lausu Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun West Ham búið að bjóða Potter starfið Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ Segir fótboltaguðina á móti Luton Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Milan og Juventus ásælast framherja United Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Sjá meira