Innlent

Ingimundur Birnir nýr forstjóri Íslenska járnblendifélagsins

I ngimundir Birnir hefur tekið við starfi forstjóra Íslenska járnblendifélagsins. Ingimundur er menntaður efnafræðingur frá Háskóla Íslands og efnaverkfræðingur frá Lund Tekniska Högskola. Þá nam hann rekstrar og viðskiptafræði við Endurmenntunarstofnun HÍ árið 1998. Að loknu verkfræðinámi í Svíþjóð árið 1992, starfaði hann um fimm ára skeið sem sérfræðingur hjá Íslenska Járnblendifélaginu. Frá 1997 til 1999 starfaði Ingimundur sem framkvæmdastjóri framleiðslusviðs Lyfjaverslunar Íslands ehf. og frá 1999 til 2000 sem verksmiðjustjóri Alpan ehf. Frá 2000 til 2003 sem framkvæmdastjóri framleiðslusviðs Íj og frá 2003 til 2005 sem framkvæmdastjóri framleiðslu- og tæknisviðs Íj.

Ingimundur er 43 ára gamall, kvæntur Elínu Björk Jóhannesdóttur, nema. Þau eiga eina dóttur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×