Chelsea hefur verið gert að greiða 30.000 punda sekt vegna óláta stuðningsmanna liðsins á Stamford Bridge eftir bikarleik við West Ham síðastliðið haust, þar sem þáverandi leikmaður liðsins, Mateja Kezman, hlaut höfuðmeiðsl eftir að hlut var kastað í hann úr stúku West ham og lögregla lenti í átökum við stuðningsmenn Chelsea.
Félögin tvö hafa ekki sagt sitt síðasta í málinu, en þau munu líklega skipta sektinni eitthvað á milli sín. Þau hafa bæði fengið formlega aðvörun frá enska knattspyrnusambandinu í kjölfar atviksins fyrir rúmu ári.