Tveir piltar eru nú í haldi lögreglunnar í Reykjavík vegna bílþjófnaðar og skemmdarverka. Þeir voru handteknir á fjórða tímanum í nótt eftir að þeir höfðu brotist inn í og skemmt nokkra bíla í Höfðahverfi og í framhaldinu stolið einum og ekið honum í sandgryfju Björgunar þar skammt frá. Þeir festu bílinn þar og voru handteknir á staðnum. Bíllinn er nokkuð skemmdur. Annar piltanna er sextán ára gamall og mun Barnaverndarnefnd einnig hafa afskipti af hans máli. Hinn er tuttugu og eins árs. Piltarnir verða yfirheyrðir með morgninum.