Birgir Leifur á 5 undir pari

Birgir Leifur Hafþórsson tryggði sér í dag áframhaldandi þátttöku á golfmótinu á Golf du Soleil-vellinum í Marokkó sem er hluti af Áskorendamótaröðinni. Hann lék með eindæmum vel í dag eða á 5 höggum undir pari, 66 höggum og er í 34. sæti fyrir lokahringina tvo. Birgir lék á tveimur höggum yfir pari í gær og hefur því samtals leikið á 139 höggum og er þremur höggum undir pari. Hann er aðeins 5 höggum frá efsta manni mótsins.