
Innlent
Dæmdir fyrir vopnaburð
Þrír menn á þrítugsaldri voru dæmdir til að greiða 30 þúsund krónur hver, fyrir að bera ólögleg bitvopn á almannafæri í miðborg Reykjavíkur þann 12. apríl síðastliðinn. Mennirnir játuðu allir brot sitt og var horft til þess í dómnum. Brotamenn þurfa að greiða sektina innan fjögurra vikna frá uppkvaðningu en sæta ella fangelsi í fjóra daga. Tekið var tillit þess í dómnum að mennirnir hafa aldrei komið við sögu lögreglu áður fyrir viðlíka brot.