Endurskoða lög um kynferðisbrot 27. maí 2005 00:01 Björn Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra, hefur falið Ragnheiði Bragadóttir lagaprófessor að semja drög að frumvarpi um breytingar á kynferðisbrotakafla almennra hegningarlaga. Um er að ræða þau ákvæði sem eru um nauðgun og önnur brot gegn kynfrelsi fólks, kynferðisbrot gegn börnum og vændi. Gert er ráð fyrir því að frumvarpið verði tekið til umfjöllunar í ráðuneytinu í haust og lagt fram á Alþingi næsta vetur. Björn greindi frá þessu á fjölmennum morgunverðarfundi í gær sem haldinn var að frumkvæði aðgerðahóps gegn kynbundnu ofbeldi. Björn sagðist í samtali við Fréttablaðið telja að það skipti miklu máli að tekið verði mið af alþjóðlegri þróun, íslenskri lagahefð og þeim grunni sem almennu hegningarlögin hvíla á. "Ekki má rasa um ráð fram við breytingar á hegningarlögunum þótt þau verði að sjálfsögðu að svara kalli tímans," sagði Björn meðal annars. Drífa Snædal, framkvæmdastýra Samtaka um kvennaathvarf, sagðist fagna yfirlýsingu ráðherra. "Þetta hefur lengi verið baráttumál kvennahreyfingarinnar." Hún var jafnframt mjög ánægð með jákvæð viðbrögð frá fulltrúum annarra ráðuneyta en bætti því við að ekki væri nóg að setja lög, það yrði samhliða að huga að félagslegum úrræðum. Drífa kynnti á sama fundi áætlun aðgerðahóps gegn kynbundnu ofbeldi sem var samin eftir sextán daga átak gegn kynbundnu ofbeldi sem efnt var til í vetur. Áætlunina má finna á vef Kvennaathvarfsins, www.kvennaathvarf.is. Þar er til að mynda lagt til að neyðarmóttaka verði styrkt, að fórnarlömbum verði gefinn kostur á fjárhagslegum stuðningi og að allt starfsfólk dómstóla, saksóknara og löggæslu verði frætt um kynbundið ofbeldi. Einnig kom fram í máli Björns á fundinum að hann hafi óskað eftir áliti frá refsiréttarnefnd um það hvort setja ætti sérrefsiákvæði um heimilisofbeldi í almenn hegningarlög. Björn kveðst eiga von á álitinu á næstu vikum. Fréttir Innlent Lög og regla Stj.mál Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent „Svarta ekkjan“ fannst látin Erlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Sjá meira
Björn Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra, hefur falið Ragnheiði Bragadóttir lagaprófessor að semja drög að frumvarpi um breytingar á kynferðisbrotakafla almennra hegningarlaga. Um er að ræða þau ákvæði sem eru um nauðgun og önnur brot gegn kynfrelsi fólks, kynferðisbrot gegn börnum og vændi. Gert er ráð fyrir því að frumvarpið verði tekið til umfjöllunar í ráðuneytinu í haust og lagt fram á Alþingi næsta vetur. Björn greindi frá þessu á fjölmennum morgunverðarfundi í gær sem haldinn var að frumkvæði aðgerðahóps gegn kynbundnu ofbeldi. Björn sagðist í samtali við Fréttablaðið telja að það skipti miklu máli að tekið verði mið af alþjóðlegri þróun, íslenskri lagahefð og þeim grunni sem almennu hegningarlögin hvíla á. "Ekki má rasa um ráð fram við breytingar á hegningarlögunum þótt þau verði að sjálfsögðu að svara kalli tímans," sagði Björn meðal annars. Drífa Snædal, framkvæmdastýra Samtaka um kvennaathvarf, sagðist fagna yfirlýsingu ráðherra. "Þetta hefur lengi verið baráttumál kvennahreyfingarinnar." Hún var jafnframt mjög ánægð með jákvæð viðbrögð frá fulltrúum annarra ráðuneyta en bætti því við að ekki væri nóg að setja lög, það yrði samhliða að huga að félagslegum úrræðum. Drífa kynnti á sama fundi áætlun aðgerðahóps gegn kynbundnu ofbeldi sem var samin eftir sextán daga átak gegn kynbundnu ofbeldi sem efnt var til í vetur. Áætlunina má finna á vef Kvennaathvarfsins, www.kvennaathvarf.is. Þar er til að mynda lagt til að neyðarmóttaka verði styrkt, að fórnarlömbum verði gefinn kostur á fjárhagslegum stuðningi og að allt starfsfólk dómstóla, saksóknara og löggæslu verði frætt um kynbundið ofbeldi. Einnig kom fram í máli Björns á fundinum að hann hafi óskað eftir áliti frá refsiréttarnefnd um það hvort setja ætti sérrefsiákvæði um heimilisofbeldi í almenn hegningarlög. Björn kveðst eiga von á álitinu á næstu vikum.
Fréttir Innlent Lög og regla Stj.mál Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent „Svarta ekkjan“ fannst látin Erlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Sjá meira