Bandarísk stjórnvöld hafi leyfi íslenskra til fangaflugs 4. nóvember 2005 07:15 MYND/Valgarður Össur Skarphéðinsson fullyrðir á heimasíðu sinni að bandarísk stjórnvöld hafi formlegt leyfi íslenskra stjórnvalda til að fljúga með meinta hermdarverkamenn í haldi um Ísland. Þetta megi lesa út úr yfirlýsingu Davíðs Oddssonar, þáverandi forsætisráðherra, frá 18. mars 2003, sem birt hafi verið á vef Hvíta Hússins 26. mars sama ár. Yfirlýsingin sem um ræðir tengis aðdraganda innrásarinnar í Írak og þar segir Davíð að Bandaríkin telji öryggi sínu ógnað alvarlega vegna gjörða og árása hryðjuverkamanna og vegna ýmissa ógnana frá löndum sem einræðisherrar stjórni. Bandaríkin telji að stuðningur frá litlu landi skipti máli og að íslensk stjórnvöld muni áfram halda náinni samvinnu við Bandaríkjamenn. Í því felist meðal annars heimild til flugs í lofthelgi Íslands og til lendinga á Keflavíkurflugvelli. Össur segir í grein sinni að í yfirlýsingu Davíðs séu engin skilyrði sett. Enginn ætli þó að íslensk stjórnvöld hafi fremur en aðrir gert sér í hugarlund að heimildin yrði hugsanlega nýtt til að flytja um Ísland fanga á leið í leynileg fangelsi þar sem pyndingum yrði hugsanlega beitt við yfirheyrslur og íslensk stjórnvöld þannig gerð samsek um brot bæði á íslenskum lögum og alþjóðasamningum. Hann túlki yfirlýsinguna svo að íslenska ríkisstjórnin virðist hafa heimilað að flugvélar Bandaríkjastjórnar noti Ísland í baráttunni gegn hermdarverkum víðs vegar um heiminn. Sú barátta sé enn í fullum gangi og að íslenska ríkisstjórnin hafi ekki afturkallað þessa heimild. Því sé full ástæða til að ætla að Bandaríkjamenn telji sig í krafti yfirlýsingarinnar vera í fullum rétti þegar þeir lendi fangaflugvélum sínum á Íslandi, eða fljúga um íslenska flugstjórnarsvæðið. Íslenska ríkisstjórnin verði að afturkalla þessa heimild og það strax. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Selinskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Erlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Erlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Erlent „Við gefumst ekki upp á ykkur“ Innlent Fleiri fréttir „Við gefumst ekki upp á ykkur“ „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Séra Vigfús Þór Árnason látinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Sjá meira
Össur Skarphéðinsson fullyrðir á heimasíðu sinni að bandarísk stjórnvöld hafi formlegt leyfi íslenskra stjórnvalda til að fljúga með meinta hermdarverkamenn í haldi um Ísland. Þetta megi lesa út úr yfirlýsingu Davíðs Oddssonar, þáverandi forsætisráðherra, frá 18. mars 2003, sem birt hafi verið á vef Hvíta Hússins 26. mars sama ár. Yfirlýsingin sem um ræðir tengis aðdraganda innrásarinnar í Írak og þar segir Davíð að Bandaríkin telji öryggi sínu ógnað alvarlega vegna gjörða og árása hryðjuverkamanna og vegna ýmissa ógnana frá löndum sem einræðisherrar stjórni. Bandaríkin telji að stuðningur frá litlu landi skipti máli og að íslensk stjórnvöld muni áfram halda náinni samvinnu við Bandaríkjamenn. Í því felist meðal annars heimild til flugs í lofthelgi Íslands og til lendinga á Keflavíkurflugvelli. Össur segir í grein sinni að í yfirlýsingu Davíðs séu engin skilyrði sett. Enginn ætli þó að íslensk stjórnvöld hafi fremur en aðrir gert sér í hugarlund að heimildin yrði hugsanlega nýtt til að flytja um Ísland fanga á leið í leynileg fangelsi þar sem pyndingum yrði hugsanlega beitt við yfirheyrslur og íslensk stjórnvöld þannig gerð samsek um brot bæði á íslenskum lögum og alþjóðasamningum. Hann túlki yfirlýsinguna svo að íslenska ríkisstjórnin virðist hafa heimilað að flugvélar Bandaríkjastjórnar noti Ísland í baráttunni gegn hermdarverkum víðs vegar um heiminn. Sú barátta sé enn í fullum gangi og að íslenska ríkisstjórnin hafi ekki afturkallað þessa heimild. Því sé full ástæða til að ætla að Bandaríkjamenn telji sig í krafti yfirlýsingarinnar vera í fullum rétti þegar þeir lendi fangaflugvélum sínum á Íslandi, eða fljúga um íslenska flugstjórnarsvæðið. Íslenska ríkisstjórnin verði að afturkalla þessa heimild og það strax.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Selinskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Erlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Erlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Erlent „Við gefumst ekki upp á ykkur“ Innlent Fleiri fréttir „Við gefumst ekki upp á ykkur“ „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Séra Vigfús Þór Árnason látinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Sjá meira