Á fjórða þúsund hefur kosið í prófkjöri 4. nóvember 2005 18:38 Prófkjör sjálfstæðismanna í Reykjavík hófst í dag og höfðu á fjórða þúsund manna kosið nú skömmu fyrir fréttir. Um nítján þúsund manns hafa kosningarétt, en þeim hefur fjölgað rúm tíu prósent á undanförnum vikum. Byrjað var að kjósa í Valhöll á hádegi í dag og stendur kjörfundur til klukkan níu í kvöld, en prófkjörið heldur áfram á morgun og verður þá kosið á sjö stöðum víðs vegar um borgina. Kannanir undanfarið hafa sýnt að mjótt sé á mununum milli þeirra Gísla Marteins Baldurssonar og Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar, sem keppa um fyrsta sætið, en alls eru 24 í framboði. Úrslit prófkjörsins ráða því hverjir munu skipa níu efstu sætin á lista flokksins í næstu borgarstjórnarkosningum. Enn virðist þónokkur hluti kjósenda vera óákveðinn og keppast frambjóðendur nú nú að ná til þeirra með auglýsingum og símhringingum. Ekki nóg með það heldur hefur fréttastofa Stöðvar 2 heimildir fyrir því að að minnsta kosti einn frambjóðandi hafi staðið fyrir rútuferðum frá völdum menntaskólum borgarinnar og fengu þeir nemendur sem vildu kjósa pítsu að launum. Athygli vakti að Guðjón Guðmundsson, formaður KR, skrifaði pistil á heimasíðu félagsins þar sem hann hvatti KR-inga til að styðja tvo ákveðna frambjóðendur í prófkjörinu. Eftir að sagt var frá þessari áskorun formannsins í hádegisfréttum Bylgjunnar var hún fjarlægð af heimasíðunni svo ætla má að ekki hafi öllum KR-ingum fundist hún við hæfi. Fyrstu tölur úr prófkjörinu verða kynntar annað kvöld klukkan sex en endanleg niðurstaða ætti að liggja fyrir um klukkan tíu. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira
Prófkjör sjálfstæðismanna í Reykjavík hófst í dag og höfðu á fjórða þúsund manna kosið nú skömmu fyrir fréttir. Um nítján þúsund manns hafa kosningarétt, en þeim hefur fjölgað rúm tíu prósent á undanförnum vikum. Byrjað var að kjósa í Valhöll á hádegi í dag og stendur kjörfundur til klukkan níu í kvöld, en prófkjörið heldur áfram á morgun og verður þá kosið á sjö stöðum víðs vegar um borgina. Kannanir undanfarið hafa sýnt að mjótt sé á mununum milli þeirra Gísla Marteins Baldurssonar og Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar, sem keppa um fyrsta sætið, en alls eru 24 í framboði. Úrslit prófkjörsins ráða því hverjir munu skipa níu efstu sætin á lista flokksins í næstu borgarstjórnarkosningum. Enn virðist þónokkur hluti kjósenda vera óákveðinn og keppast frambjóðendur nú nú að ná til þeirra með auglýsingum og símhringingum. Ekki nóg með það heldur hefur fréttastofa Stöðvar 2 heimildir fyrir því að að minnsta kosti einn frambjóðandi hafi staðið fyrir rútuferðum frá völdum menntaskólum borgarinnar og fengu þeir nemendur sem vildu kjósa pítsu að launum. Athygli vakti að Guðjón Guðmundsson, formaður KR, skrifaði pistil á heimasíðu félagsins þar sem hann hvatti KR-inga til að styðja tvo ákveðna frambjóðendur í prófkjörinu. Eftir að sagt var frá þessari áskorun formannsins í hádegisfréttum Bylgjunnar var hún fjarlægð af heimasíðunni svo ætla má að ekki hafi öllum KR-ingum fundist hún við hæfi. Fyrstu tölur úr prófkjörinu verða kynntar annað kvöld klukkan sex en endanleg niðurstaða ætti að liggja fyrir um klukkan tíu.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira