Margt jákvætt í okkar leik 4. september 2005 00:01 Eiður Smári Guðjohnsen, fyrirliði íslenska landsliðsins, var vitanlega svekktur yfir úrslitum leiks Íslands og Króatíu á Laugardalsvellinum í gær, þar sem gestirnir höfðu sigur, 3-1, eftir að Eiður Smári hafði skorað fyrsta mark leiksins í fyrri hálfleik. "Frammistaða okkar í fyrri hálfleik var góð. Við náðum að fylgja eftir því sem talað var um fyrir leikinn og sýndum oft á tíðum góðan leik. En króatíska liðið er sterkt og það kom berlega í ljós í seinni hálfleik. Við vorum ekki nægilega grimmir og leyfðum Króötunum að vera of lengi með boltann og þess vegna tókst þeim að byggja upp fleiri góðar sóknir. Það er hins vegar margt í þessum leik sem er jákvætt og vonandi getum við tekið þá hluti sem við gerðum vel með okkur í næstu leiki. Það hafa verið mikil batamerki á leik okkar að undanförnu og þeir ungu strákar sem komið hafa inn í liðið hafa staðið sig frábærlega." Eiður Smári er nú aðeins einu marki frá markameti Ríkarðs Jónssonar, en hann er sá Íslendingur sem skorað hefur flest mörk fyrir íslenska landsliðið, eða sautján í það heila. "Ég hugsa ekki um nein met þegar ég fer inn á völlinn til þess að spila. Auðvitað reyni ég alltaf að skora þegar ég spila fyrir Ísland en það er aðalatriðið að vinna leikina." Grétar Rafn Steinsson lék vel á hægri vængnum og olli oft usla í vörn Króatíu með krafti sínum. "Ég er auðvitað óánægður með að tapa leiknum, það gefur auga leið. Það er erfitt að útskýra það hvers vegna seinni hálfleikurinn var svona slakur. Fyrri hálfleikurinn var frábær og það var synd að geta ekki haldið áfram að spila eins í seinni hálfleik. En króatíska liðið sýndi styrk sinn í seinni hálfleik. Við einfaldlega réðum ekki við vel uppbyggðar sóknir liðsins en við verðum að vera samstilltir í leiknum gegn Búlgaríu og sýna að við getum spilað góðan fótbolta, eins og við gerðum í fyrri hálfleik." Íslenski boltinn Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Bruno til bjargar Enski boltinn Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Fleiri fréttir Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Dagskráin í dag: Lokasóknin, Extra, píla, snóker og íshokkí Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Sjá meira
Eiður Smári Guðjohnsen, fyrirliði íslenska landsliðsins, var vitanlega svekktur yfir úrslitum leiks Íslands og Króatíu á Laugardalsvellinum í gær, þar sem gestirnir höfðu sigur, 3-1, eftir að Eiður Smári hafði skorað fyrsta mark leiksins í fyrri hálfleik. "Frammistaða okkar í fyrri hálfleik var góð. Við náðum að fylgja eftir því sem talað var um fyrir leikinn og sýndum oft á tíðum góðan leik. En króatíska liðið er sterkt og það kom berlega í ljós í seinni hálfleik. Við vorum ekki nægilega grimmir og leyfðum Króötunum að vera of lengi með boltann og þess vegna tókst þeim að byggja upp fleiri góðar sóknir. Það er hins vegar margt í þessum leik sem er jákvætt og vonandi getum við tekið þá hluti sem við gerðum vel með okkur í næstu leiki. Það hafa verið mikil batamerki á leik okkar að undanförnu og þeir ungu strákar sem komið hafa inn í liðið hafa staðið sig frábærlega." Eiður Smári er nú aðeins einu marki frá markameti Ríkarðs Jónssonar, en hann er sá Íslendingur sem skorað hefur flest mörk fyrir íslenska landsliðið, eða sautján í það heila. "Ég hugsa ekki um nein met þegar ég fer inn á völlinn til þess að spila. Auðvitað reyni ég alltaf að skora þegar ég spila fyrir Ísland en það er aðalatriðið að vinna leikina." Grétar Rafn Steinsson lék vel á hægri vængnum og olli oft usla í vörn Króatíu með krafti sínum. "Ég er auðvitað óánægður með að tapa leiknum, það gefur auga leið. Það er erfitt að útskýra það hvers vegna seinni hálfleikurinn var svona slakur. Fyrri hálfleikurinn var frábær og það var synd að geta ekki haldið áfram að spila eins í seinni hálfleik. En króatíska liðið sýndi styrk sinn í seinni hálfleik. Við einfaldlega réðum ekki við vel uppbyggðar sóknir liðsins en við verðum að vera samstilltir í leiknum gegn Búlgaríu og sýna að við getum spilað góðan fótbolta, eins og við gerðum í fyrri hálfleik."
Íslenski boltinn Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Bruno til bjargar Enski boltinn Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Fleiri fréttir Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Dagskráin í dag: Lokasóknin, Extra, píla, snóker og íshokkí Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Sjá meira