
Innlent
Falsaði undirskrift á skuldabréfi

Fertugur maður var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag dæmdur í sex mánaða fangelsi fyrir skjalafals. Þrír mánuðir af refsingunni eru skilorðsbundnir til þriggja ára. Maðurinn hefur játað að hafa greitt starfsmönnum bílaumboðs með skuldabréfi með falsaðri undirskrift. Skuldabréfið hljóðaði upp á rúma 1,3 milljónir króna. Við ákvörðun refsingar var litið til greiðrar játningar mannsins en jafnframt til þess að brot hans beindust að talsverðum hagsmunum.