Heilsugæslan neydd á brott 21. júní 2005 00:01 Hafinn er undirbúningur að flutningi Heilsugæslunnar í Reykjavík úr húsnæði Heilsuverndarstöðvarinnar við Barónsstíg, að sögn Guðmundar Einarssonar forstjóra. Þarfalýsing fyrir nýtt húsnæði er á vinnuborðinu, en það er flókið verk og umfangsmikið. Samkvæmt nýlegum samningi sem fulltrúar ríkis og borgar gerðu, verður gamla Heilsuverndarstöðin seld á almennum markaði. Þar með þurfti að hefja leit að nýju húsnæði fyrir Heilsugæsluna. "Þetta húsnæði hentar okkur í sjálfu sér alls ekki illa," segir Guðmundur. "En það er sameign ríkis og borgar og þetta er niðurstaða þeirra, sem gengur yfir okkur eins og aðrar ákvarðanir sem teknar eru." Guðmundur sagði að ekki gæti heitið að menn væru farnir að leita að nýju húsnæði. Mikil starfsemi væri í Heilsuverndarstöðinni og réttan undirbúning þyrfti áður en það væri hægt. "Vinna þarf nýja þarfalýsingu fyrir starfsemina og rökstyðja hana. Við vinnum þetta verk vandlega og gefum okkar tíma í það, enda veit ég ekki til að það liggi sérstaklega á því." Jafnframt þessu er unnið að því að finna miðstöð heimahjúkrunar við Grensásveg nýtt húsnæði, að sögn Guðmundar. Það kemur til af því að hún er í leiguhúsnæði sem nú hefur verið selt. Nýi eigandinn hefur þörf fyrir húsnæðið til eigin nota. "Kaup á nýju húsnæði fer eftir reglum ríkisins," sagði Guðmundur. "Miðstöðin hefur verið þarna frá upphafi. Við höfum gert þarfalýsingu fyrir starfsemi hennar. Þegar það hefur fengið nauðsynlega umfjöllun í heilbrigðisráðuneytinu og fjármálaráðuneytinu verður það væntanlega auglýst undir þeim skilgreiningum um gerð og staðarval sem í lýsingunni eru. Það er ekki ákveðinn tími á því hvenær við þurfum að losa húsnæðið, en við viljum ekki tefja fyrir öðrum notum af því meir en óhjákvæmilegt er, þannig að við vinnum þetta eins hratt og við getum." Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Fleiri fréttir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Sjá meira
Hafinn er undirbúningur að flutningi Heilsugæslunnar í Reykjavík úr húsnæði Heilsuverndarstöðvarinnar við Barónsstíg, að sögn Guðmundar Einarssonar forstjóra. Þarfalýsing fyrir nýtt húsnæði er á vinnuborðinu, en það er flókið verk og umfangsmikið. Samkvæmt nýlegum samningi sem fulltrúar ríkis og borgar gerðu, verður gamla Heilsuverndarstöðin seld á almennum markaði. Þar með þurfti að hefja leit að nýju húsnæði fyrir Heilsugæsluna. "Þetta húsnæði hentar okkur í sjálfu sér alls ekki illa," segir Guðmundur. "En það er sameign ríkis og borgar og þetta er niðurstaða þeirra, sem gengur yfir okkur eins og aðrar ákvarðanir sem teknar eru." Guðmundur sagði að ekki gæti heitið að menn væru farnir að leita að nýju húsnæði. Mikil starfsemi væri í Heilsuverndarstöðinni og réttan undirbúning þyrfti áður en það væri hægt. "Vinna þarf nýja þarfalýsingu fyrir starfsemina og rökstyðja hana. Við vinnum þetta verk vandlega og gefum okkar tíma í það, enda veit ég ekki til að það liggi sérstaklega á því." Jafnframt þessu er unnið að því að finna miðstöð heimahjúkrunar við Grensásveg nýtt húsnæði, að sögn Guðmundar. Það kemur til af því að hún er í leiguhúsnæði sem nú hefur verið selt. Nýi eigandinn hefur þörf fyrir húsnæðið til eigin nota. "Kaup á nýju húsnæði fer eftir reglum ríkisins," sagði Guðmundur. "Miðstöðin hefur verið þarna frá upphafi. Við höfum gert þarfalýsingu fyrir starfsemi hennar. Þegar það hefur fengið nauðsynlega umfjöllun í heilbrigðisráðuneytinu og fjármálaráðuneytinu verður það væntanlega auglýst undir þeim skilgreiningum um gerð og staðarval sem í lýsingunni eru. Það er ekki ákveðinn tími á því hvenær við þurfum að losa húsnæðið, en við viljum ekki tefja fyrir öðrum notum af því meir en óhjákvæmilegt er, þannig að við vinnum þetta eins hratt og við getum."
Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Fleiri fréttir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Sjá meira