Segja málflutning ASÍ rangan 21. júní 2005 00:01 Dularfullt, íslenskt fyrirtæki fékk erlenda verkamenn hingað til lands á fölskum forsendum og braut á þeim lög og kjarasamninga, að mati ASÍ. Þeir nutu engra réttinda og voru látnir búa við aðstæður sem uppfylla engan veginn íslenskar kröfur. Rangur og villandi málflutningur, segja talsmenn fyrirtækisins. Mennirnir tólf komu hingað til lands í vor og hófu störf hjá nokkrum íslenskum fyrirtækjum sem leigt höfðu þá hjá öðru íslensku fyrirtæki, Geymi ehf. Það fyrirtæki hafði sótt um atvinnuleyfi fyrir mennina og lagt fram fölsk gögn með umsóknunum, samkvæmt upplýsingum frá ASÍ. Stéttarfélagið Efling fékk umsóknirnar til umsagnar og hafnaði þeim þar sem Geymir hafði ekki greitt lögbundin gjöld af starfsmönnum sínum. Þrátt fyrir þetta samþykkti Vinnumálastofnun umsóknirnar um atvinnuleyfin. Talið er að aldrei hafi annað staðið til en að leigja mennina út og undirrituðu þeir samning við íslenska fyrirtækið með skilyrðum sem vart hafa sést í ráðningarsamningum hér á landi og á kjörum sem standast engan veginn lágmarkskröfur sem lög og samningar setja. Samkvæmt samningnum áttu mennirnir að vinna 250 tíma á mánuði á jafnaðarkaupi, 480 krónum á tímann. Sama kaup átti að greiða fyrir eftirvinnu. Mönnunum var séð fyrir húsaskjóli sem ekki stenst kröfur íslenskra laga. Halldór Grönvold, aðstoðarframkvæmdastjóri ASÍ, segir alveg ljóst að þarna sé verið að brjóta allar reglur sem hægt sé að brjóta. Í fyrsta lagi sé verið að brjóta lög um atvinnuréttindi útlendinga með því að flytja þá inn á fölskum forsendum. Þá sé einnig verið að brjóta útlendingalögin og jafnframt hvert einasta ákvæði kjarasamninga og laga er varða réttindi launafólks. Hjá ASÍ telja menn að Geymir, sem flutti mennina inn, hafi jafnvel reynt að smygla þeim aftur úr landi til að koma í veg fyrir að þeir gætu borið vitni. Forráðamenn Geymis vildu ekki koma í viðtal vegna málsins en vísuðu á talsmann sinn og lögmann, Eirík Þorláksson. Hann sagði málflutning ASÍ bæði rangan og villandi. Ekkert lægi fyrir um falskar forsendur og mannaleigu og hann mótmælti því að ekki hefði verið farið eftir samningum og lögum. Tólfmenningarnir hafi notið allra réttinda samkvæmt samningi Eflingar. Aldrei hafi neitt annað staðið til. Ráðningarsamninginn útskýrir hann svo að forráðamenn Geymis hafi viljað útskýra fyrir Pólverjunum hvernig málum væri háttað og að allar tölur í samningnum miðist við að öll gjöld, skattar, lífeyrir, húsaleiga o.fl. hafi verið dregin af. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira
Dularfullt, íslenskt fyrirtæki fékk erlenda verkamenn hingað til lands á fölskum forsendum og braut á þeim lög og kjarasamninga, að mati ASÍ. Þeir nutu engra réttinda og voru látnir búa við aðstæður sem uppfylla engan veginn íslenskar kröfur. Rangur og villandi málflutningur, segja talsmenn fyrirtækisins. Mennirnir tólf komu hingað til lands í vor og hófu störf hjá nokkrum íslenskum fyrirtækjum sem leigt höfðu þá hjá öðru íslensku fyrirtæki, Geymi ehf. Það fyrirtæki hafði sótt um atvinnuleyfi fyrir mennina og lagt fram fölsk gögn með umsóknunum, samkvæmt upplýsingum frá ASÍ. Stéttarfélagið Efling fékk umsóknirnar til umsagnar og hafnaði þeim þar sem Geymir hafði ekki greitt lögbundin gjöld af starfsmönnum sínum. Þrátt fyrir þetta samþykkti Vinnumálastofnun umsóknirnar um atvinnuleyfin. Talið er að aldrei hafi annað staðið til en að leigja mennina út og undirrituðu þeir samning við íslenska fyrirtækið með skilyrðum sem vart hafa sést í ráðningarsamningum hér á landi og á kjörum sem standast engan veginn lágmarkskröfur sem lög og samningar setja. Samkvæmt samningnum áttu mennirnir að vinna 250 tíma á mánuði á jafnaðarkaupi, 480 krónum á tímann. Sama kaup átti að greiða fyrir eftirvinnu. Mönnunum var séð fyrir húsaskjóli sem ekki stenst kröfur íslenskra laga. Halldór Grönvold, aðstoðarframkvæmdastjóri ASÍ, segir alveg ljóst að þarna sé verið að brjóta allar reglur sem hægt sé að brjóta. Í fyrsta lagi sé verið að brjóta lög um atvinnuréttindi útlendinga með því að flytja þá inn á fölskum forsendum. Þá sé einnig verið að brjóta útlendingalögin og jafnframt hvert einasta ákvæði kjarasamninga og laga er varða réttindi launafólks. Hjá ASÍ telja menn að Geymir, sem flutti mennina inn, hafi jafnvel reynt að smygla þeim aftur úr landi til að koma í veg fyrir að þeir gætu borið vitni. Forráðamenn Geymis vildu ekki koma í viðtal vegna málsins en vísuðu á talsmann sinn og lögmann, Eirík Þorláksson. Hann sagði málflutning ASÍ bæði rangan og villandi. Ekkert lægi fyrir um falskar forsendur og mannaleigu og hann mótmælti því að ekki hefði verið farið eftir samningum og lögum. Tólfmenningarnir hafi notið allra réttinda samkvæmt samningi Eflingar. Aldrei hafi neitt annað staðið til. Ráðningarsamninginn útskýrir hann svo að forráðamenn Geymis hafi viljað útskýra fyrir Pólverjunum hvernig málum væri háttað og að allar tölur í samningnum miðist við að öll gjöld, skattar, lífeyrir, húsaleiga o.fl. hafi verið dregin af.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira