Segja málflutning ASÍ rangan 21. júní 2005 00:01 Dularfullt, íslenskt fyrirtæki fékk erlenda verkamenn hingað til lands á fölskum forsendum og braut á þeim lög og kjarasamninga, að mati ASÍ. Þeir nutu engra réttinda og voru látnir búa við aðstæður sem uppfylla engan veginn íslenskar kröfur. Rangur og villandi málflutningur, segja talsmenn fyrirtækisins. Mennirnir tólf komu hingað til lands í vor og hófu störf hjá nokkrum íslenskum fyrirtækjum sem leigt höfðu þá hjá öðru íslensku fyrirtæki, Geymi ehf. Það fyrirtæki hafði sótt um atvinnuleyfi fyrir mennina og lagt fram fölsk gögn með umsóknunum, samkvæmt upplýsingum frá ASÍ. Stéttarfélagið Efling fékk umsóknirnar til umsagnar og hafnaði þeim þar sem Geymir hafði ekki greitt lögbundin gjöld af starfsmönnum sínum. Þrátt fyrir þetta samþykkti Vinnumálastofnun umsóknirnar um atvinnuleyfin. Talið er að aldrei hafi annað staðið til en að leigja mennina út og undirrituðu þeir samning við íslenska fyrirtækið með skilyrðum sem vart hafa sést í ráðningarsamningum hér á landi og á kjörum sem standast engan veginn lágmarkskröfur sem lög og samningar setja. Samkvæmt samningnum áttu mennirnir að vinna 250 tíma á mánuði á jafnaðarkaupi, 480 krónum á tímann. Sama kaup átti að greiða fyrir eftirvinnu. Mönnunum var séð fyrir húsaskjóli sem ekki stenst kröfur íslenskra laga. Halldór Grönvold, aðstoðarframkvæmdastjóri ASÍ, segir alveg ljóst að þarna sé verið að brjóta allar reglur sem hægt sé að brjóta. Í fyrsta lagi sé verið að brjóta lög um atvinnuréttindi útlendinga með því að flytja þá inn á fölskum forsendum. Þá sé einnig verið að brjóta útlendingalögin og jafnframt hvert einasta ákvæði kjarasamninga og laga er varða réttindi launafólks. Hjá ASÍ telja menn að Geymir, sem flutti mennina inn, hafi jafnvel reynt að smygla þeim aftur úr landi til að koma í veg fyrir að þeir gætu borið vitni. Forráðamenn Geymis vildu ekki koma í viðtal vegna málsins en vísuðu á talsmann sinn og lögmann, Eirík Þorláksson. Hann sagði málflutning ASÍ bæði rangan og villandi. Ekkert lægi fyrir um falskar forsendur og mannaleigu og hann mótmælti því að ekki hefði verið farið eftir samningum og lögum. Tólfmenningarnir hafi notið allra réttinda samkvæmt samningi Eflingar. Aldrei hafi neitt annað staðið til. Ráðningarsamninginn útskýrir hann svo að forráðamenn Geymis hafi viljað útskýra fyrir Pólverjunum hvernig málum væri háttað og að allar tölur í samningnum miðist við að öll gjöld, skattar, lífeyrir, húsaleiga o.fl. hafi verið dregin af. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Innlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Fleiri fréttir Formlegar viðræður hafnar Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Hissa yfir ýktum viðbrögðum en sér tækifæri í stöðunni „Sérkennilegt að nota þetta tækifæri“ Skýr afstaða Framsóknar hafi komið á óvart Endurgreiðsla og mögulegt gjaldþrot flokkanna andstætt markmiðum laganna Meirihlutinn fallinn í borginni Styrkir til stjórnmálaflokka og galin áform um uppbyggingu Fuglaflensugreiningum fækkar Fundi frestað fram yfir helgi Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Sjá meira
Dularfullt, íslenskt fyrirtæki fékk erlenda verkamenn hingað til lands á fölskum forsendum og braut á þeim lög og kjarasamninga, að mati ASÍ. Þeir nutu engra réttinda og voru látnir búa við aðstæður sem uppfylla engan veginn íslenskar kröfur. Rangur og villandi málflutningur, segja talsmenn fyrirtækisins. Mennirnir tólf komu hingað til lands í vor og hófu störf hjá nokkrum íslenskum fyrirtækjum sem leigt höfðu þá hjá öðru íslensku fyrirtæki, Geymi ehf. Það fyrirtæki hafði sótt um atvinnuleyfi fyrir mennina og lagt fram fölsk gögn með umsóknunum, samkvæmt upplýsingum frá ASÍ. Stéttarfélagið Efling fékk umsóknirnar til umsagnar og hafnaði þeim þar sem Geymir hafði ekki greitt lögbundin gjöld af starfsmönnum sínum. Þrátt fyrir þetta samþykkti Vinnumálastofnun umsóknirnar um atvinnuleyfin. Talið er að aldrei hafi annað staðið til en að leigja mennina út og undirrituðu þeir samning við íslenska fyrirtækið með skilyrðum sem vart hafa sést í ráðningarsamningum hér á landi og á kjörum sem standast engan veginn lágmarkskröfur sem lög og samningar setja. Samkvæmt samningnum áttu mennirnir að vinna 250 tíma á mánuði á jafnaðarkaupi, 480 krónum á tímann. Sama kaup átti að greiða fyrir eftirvinnu. Mönnunum var séð fyrir húsaskjóli sem ekki stenst kröfur íslenskra laga. Halldór Grönvold, aðstoðarframkvæmdastjóri ASÍ, segir alveg ljóst að þarna sé verið að brjóta allar reglur sem hægt sé að brjóta. Í fyrsta lagi sé verið að brjóta lög um atvinnuréttindi útlendinga með því að flytja þá inn á fölskum forsendum. Þá sé einnig verið að brjóta útlendingalögin og jafnframt hvert einasta ákvæði kjarasamninga og laga er varða réttindi launafólks. Hjá ASÍ telja menn að Geymir, sem flutti mennina inn, hafi jafnvel reynt að smygla þeim aftur úr landi til að koma í veg fyrir að þeir gætu borið vitni. Forráðamenn Geymis vildu ekki koma í viðtal vegna málsins en vísuðu á talsmann sinn og lögmann, Eirík Þorláksson. Hann sagði málflutning ASÍ bæði rangan og villandi. Ekkert lægi fyrir um falskar forsendur og mannaleigu og hann mótmælti því að ekki hefði verið farið eftir samningum og lögum. Tólfmenningarnir hafi notið allra réttinda samkvæmt samningi Eflingar. Aldrei hafi neitt annað staðið til. Ráðningarsamninginn útskýrir hann svo að forráðamenn Geymis hafi viljað útskýra fyrir Pólverjunum hvernig málum væri háttað og að allar tölur í samningnum miðist við að öll gjöld, skattar, lífeyrir, húsaleiga o.fl. hafi verið dregin af.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Innlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Fleiri fréttir Formlegar viðræður hafnar Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Hissa yfir ýktum viðbrögðum en sér tækifæri í stöðunni „Sérkennilegt að nota þetta tækifæri“ Skýr afstaða Framsóknar hafi komið á óvart Endurgreiðsla og mögulegt gjaldþrot flokkanna andstætt markmiðum laganna Meirihlutinn fallinn í borginni Styrkir til stjórnmálaflokka og galin áform um uppbyggingu Fuglaflensugreiningum fækkar Fundi frestað fram yfir helgi Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Sjá meira