Innlent

Eins og vænn starfslokasamningur

Umfram lífeyrisréttindi opinberra starfsmanna á launafólk á almennum markaði jafnast á við tíu milljóna króna starfslokasamning, miðað við ákveðnar forsendur. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að jafna þurfi kjörin en það verði að gerast með því að draga úr réttindum opinberra starfsmanna. Samtök atvinnulífsins hafa reiknað út að miðað við 250.000 króna mánaðarlaun, og að taka lífeyris hefjist við 67 ára aldur að loknu 42 ára starfi og 3,5% vexti og 84 ára lífaldur, megi jafna umframkjör opinberra starfsmanna við 10 milljóna króna starfslokagreiðslu. Ari Edwald, framkvæmdastjóri SA, segir þarna einfaldlega núvirt í eina tölu. Miðað við 500.000 króna mánaðarlaun yrði munurinn 20 milljónir króna. Ari segir að þetta verði að hafa í huga þegar verið sé að bera saman kjör opinberra starfsmanna og starfsmanna á almennum markaði. Í raun séu tveir heimar á launamarkaði hér á landi og segir Ari að samræma verði kjörin því komið sé að endamörkum í því hversu miklu af ævitekjunum við viljum fresta til framtíðar.  Ari segir opinbera starfsmenn ekki geta krafist sambærilegra launa og á almennum markaði nema taka lífeyrisréttindin inn í. Hann segir muninn nema 6% launahækkun og því spurning hvort menn vilji fá slíkt strax eða fresta til lífeyrisára. Þá bendir Ari á að ef opinber starfsmaður er síðan með viðbótarlífeyrissparnað, geti hann í raun verið með hærri laun sem eftirlaunaþegi en á meðan fullu starfi var gegnt.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×