Innlent

Þjóðin vill nýja stjórn

Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, sagði við setningu landsfundar flokksins í Egilshöll í dag að á skömmum tíma hefði Samfylkingin náð þeim trúnaði fólksins í landinu að verða annað stóra aflið í íslenskum stjórnmálum. Þjóðin vildi nýjar hugmyndir, nýjar lausnir og nýja landsstjórn. Það væri því sögulegt hlutverk flokksmanna á landsfundinum að leggja fram lausnir í formi nútímalegrar jafnaðarstefnu og uppdrátt að því samfélagi sem flokkurinn vildi skapa í samfylgd þjóðarinnar. Össur sagði flokkinn þurfa að rísa undir þeirri ábyrgð og það gerði hann best með því að standa sameinaður og sterkur og trúr hugsjónum sínum. Hann hvatti flokksmenn til að snúa bökum saman á landsfundinum og taka þeirri niðurstöðu sem fengin væri í atkvæðagreiðslu um nýjan formann Samfylkingarinnar. Úrslitin verða gerð opinber á landsfundinum klukkan tólf á morgun í beinni útsendingu á Stöð 2. Ræða Össurar Skarphéðinssonar



Fleiri fréttir

Sjá meira


×