Innlent

Kosið um flugvöll á landsfundi

Lagt er til við landsfund Samfylkingar að Reykjavíkurflugvöllur hverfi úr Vatnsmýrinni í áföngum og verði farinn þaðan ekki síðar en árið 2010. Jafnframt er lagt til að byggður verði nýr flugvöllur í jaðri höfuðborgarsvæðisins, ekki lengra en tuttugu kílómetra frá Alþingishúsinu í loftlínu. Flutningsmenn, Gunnar H. Gunnarsson og Steinunn Jóhannesdóttir, leggja til að það fé sem fæst fyrir sölu lóða ríkisins sem liggja nú undir flugvellinum verði að þriðjungi notað til byggingar nýs flugvallar en að tveimur þriðju hlutum til arðsamra verkefna á landsbyggðinni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×