Karlar fá margfalt fleiri punkta 20. maí 2005 00:01 Karlkyns ökumenn fá yfir þrjá af hverjum fjórum refsipunktum sem lögreglan gefur fyrir umferðarlagabrot. Samkvæmt upplýsingum Ríkislögreglustjóra hafa, frá árinu 1998 þegar refsipunktakerfið var tekið upp, verið gefnir út 84.502 punktar, þar af 65.198 til karla og 19.304 til kvenna. Í fyrra fékk 92 ára gamall karl punkt, elstur til að fá einn slíkan til þessa, en áður hafa tveir á níræðisaldri fengið punkt árin 1998 og 2000. Síðustu ár hafa að jafnaði verið gefnir út 14 til 15 þúsund punktar á ári hverju. "Við sjáum líka á slysaskýrslum að fleiri karlmenn eru valdir að alvarlegum slysum," segir Einar Magnús Magnússon upplýsingafulltrúi Umferðarstofu. Einnig hefur komið fram í könnun sem Umferðarstofa stóð að ásamt Landsbjörgu og Lýðheilsustöð að karlar séu líklegri til að hafa börn sín í ónægum eða óviðunandi öryggisbúnaði í bílum. Einar segist ekki telja að hærra hlutfall karla í umferðinni en kvenna skýri hversu miklu meiri slysavaldar þeir séu. Þó eru vísbendingar um að minni munur sé á ökuhæfni kynjanna en margur hefur talið til þessa. Í rannsókn sem Rannveig Þórisdóttir, Haukur Freyr Gylfason og Marius Peersen unnu fyrir Ríkislögrelustjóra síðasta vor kemur fram að ökuleikni tengist ekki kynferði. Gerð var rannsókn meðal ungs fólks þar sem það var spurt út í atferli sitt í umferðinni og kom fram að ungar konur eru ekki síður líklegar til að aka hratt og ógætilega en ungir menn. Rannveig Þórisdóttir, á tölfræðisviði Ríkislögreglustjóra, segir fjölda refsipunkta sem karlar fá sýni ekki vanhæfni þeirra miðað við kvenkyns ökumenn. "Það verður að taka mið af því að bæði eru karlar mun fleiri í umferðinni og svo eru líka miklu fleiri karlar við stýrið á þjóðvegum úti á landi, en þar eru flestir ökumenn teknir fyrir of hraðan akstur," segir hún. Einar tekur undir að hluti af skýringunni kunni að felast í að karlar sitji frekar undir stýri en konum, en segir engu að síður nokkuð vel rökstuddan grun þeirra á Umferðarstofu að munur sé á kynjunum; konum í vil. Ekki þarf að taka það fram að ungir karlökumenn telja sig konum fremri í ökuleikni, það kom fram í könnun Ríkislögreglustjóra. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Hellisheiði opin á ný Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Innlent Fleiri fréttir Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Vilhjálmur stýrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis Gagnrýna að einkarekstri leikskóla hafi verið haldið frá bæjarstjórn Þorsteinn Skúli tekur formannsslaginn Sjá meira
Karlkyns ökumenn fá yfir þrjá af hverjum fjórum refsipunktum sem lögreglan gefur fyrir umferðarlagabrot. Samkvæmt upplýsingum Ríkislögreglustjóra hafa, frá árinu 1998 þegar refsipunktakerfið var tekið upp, verið gefnir út 84.502 punktar, þar af 65.198 til karla og 19.304 til kvenna. Í fyrra fékk 92 ára gamall karl punkt, elstur til að fá einn slíkan til þessa, en áður hafa tveir á níræðisaldri fengið punkt árin 1998 og 2000. Síðustu ár hafa að jafnaði verið gefnir út 14 til 15 þúsund punktar á ári hverju. "Við sjáum líka á slysaskýrslum að fleiri karlmenn eru valdir að alvarlegum slysum," segir Einar Magnús Magnússon upplýsingafulltrúi Umferðarstofu. Einnig hefur komið fram í könnun sem Umferðarstofa stóð að ásamt Landsbjörgu og Lýðheilsustöð að karlar séu líklegri til að hafa börn sín í ónægum eða óviðunandi öryggisbúnaði í bílum. Einar segist ekki telja að hærra hlutfall karla í umferðinni en kvenna skýri hversu miklu meiri slysavaldar þeir séu. Þó eru vísbendingar um að minni munur sé á ökuhæfni kynjanna en margur hefur talið til þessa. Í rannsókn sem Rannveig Þórisdóttir, Haukur Freyr Gylfason og Marius Peersen unnu fyrir Ríkislögrelustjóra síðasta vor kemur fram að ökuleikni tengist ekki kynferði. Gerð var rannsókn meðal ungs fólks þar sem það var spurt út í atferli sitt í umferðinni og kom fram að ungar konur eru ekki síður líklegar til að aka hratt og ógætilega en ungir menn. Rannveig Þórisdóttir, á tölfræðisviði Ríkislögreglustjóra, segir fjölda refsipunkta sem karlar fá sýni ekki vanhæfni þeirra miðað við kvenkyns ökumenn. "Það verður að taka mið af því að bæði eru karlar mun fleiri í umferðinni og svo eru líka miklu fleiri karlar við stýrið á þjóðvegum úti á landi, en þar eru flestir ökumenn teknir fyrir of hraðan akstur," segir hún. Einar tekur undir að hluti af skýringunni kunni að felast í að karlar sitji frekar undir stýri en konum, en segir engu að síður nokkuð vel rökstuddan grun þeirra á Umferðarstofu að munur sé á kynjunum; konum í vil. Ekki þarf að taka það fram að ungir karlökumenn telja sig konum fremri í ökuleikni, það kom fram í könnun Ríkislögreglustjóra.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Hellisheiði opin á ný Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Innlent Fleiri fréttir Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Vilhjálmur stýrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis Gagnrýna að einkarekstri leikskóla hafi verið haldið frá bæjarstjórn Þorsteinn Skúli tekur formannsslaginn Sjá meira