Ísland enn án stiga í milliriðli

Íslenska ungmennlandsliðið í handknattleik tapaði fyrir Dönum með átta marka mun, 33-25, í milliriðli á heimsmeistaramótinu í Ungverjalandi í gær. Staðan í hálfleik var 16-12 fyrir Dani. Arnór Atlason var markahæstur í íslenska liðinu með sex mörk. Íslendingar hafa ekki fengið stig í milliriðlinum og mæta Suður-Kóreumönnum á fimmtudag, en íslenska liðið leikur um 9. til 11. sætið á mótinu.