Fylgst með heimavist á Akureyri 24. ágúst 2005 00:01 Eftirlitsmyndavélum hefur verið komið upp víðs vegar á sameiginlegri heimavist Menntaskólans og Verkmenntaskólans á Akureyri, jafnt utanhúss sem innan. Lítil virðing er borin fyrir einkalífi framhaldsskólanema að mati íbúa heimavistarinnar. Myndavélar eru staðsettar við innganga og í sameiginlegum vistarverum nemenda, en á vistinni búa 330 manns. Að sögn íbúa er merkingum, sem segja til um að vöktun fari fram, ábótavant og mun nokkur fjöldi nemenda látið í ljós óánægju sína, meðal annars með formlegum kvörtunarbréfum til framkvæmdastjóra vistarinnar. Framkvæmdastjórinn, Guðmundur Magnússon, sagði í samtali við fréttastofu Stöðvar 2 og Bylgjunnar í dag að vélarnar ættu að tryggja sem bestar og öruggastar heimilisaðstæður. Þó eru dæmi um að nemendur telji það ekki réttlæta að einkalíf þeirra sé virt að vettugi eins og það var orðað. Sá benti á að heimavistin er heimili nemendanna í níu mánuði ársins og skv. 7. grein laga um húsaleigubætur er heimavist skilgreind sem heimili. Það sé stjórnarskrárvarinn réttur hvers manns að njóta friðhelgi einkalífs á heimili sínu. Einnig eru gerðar athugasemdir við að herbergisskoðanir eru framkvæmdar hálfsmánaðarlega á vistinni til að kanna umgengni í herbergjum nemenda. Slíkar skoðanir fara þannig fram að starfsmaður bankar upp á. Ef ekki er komið til dyra innan nokkurra sekúndna er farið inn á herbergið. Nemdandinn segir að það hljóti að vera augljóst að þeir geti aldrei notið algjörrar friðhelgi ef þeir eiga á hættu að komið verði inn í herbergi þeirra hvenær dags sem er. Framkvæmdastjóri vistarinnar segir að vissulega séu í gildi strangar umgengnis- og agareglur sem hafi uppeldislegt gildi. Hann bendir jafnframt á þær séu kynntar nemendum áður en þeir flytja inn. Persónuvernd hefur bannað vöktun með öryggismyndavélum á göngum heimavistar Fjölbrautaskólans á Sauðárkróki. Þar var sextán myndavélum komið fyrir. Sextán myndavéla kerfi var keypt fyrir heimavist Menntaskólans og Verkmenntaskólans á Akureyri, en vélarnar hafa þó ekki allar verið í notkun að sögn framkvæmdastjóra heimavistarinnar. Fréttir Innlent Mest lesið Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Keyrt á fólk í Kaupmannahöfn Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Innlent Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Innlent Fleiri fréttir Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Sjá meira
Eftirlitsmyndavélum hefur verið komið upp víðs vegar á sameiginlegri heimavist Menntaskólans og Verkmenntaskólans á Akureyri, jafnt utanhúss sem innan. Lítil virðing er borin fyrir einkalífi framhaldsskólanema að mati íbúa heimavistarinnar. Myndavélar eru staðsettar við innganga og í sameiginlegum vistarverum nemenda, en á vistinni búa 330 manns. Að sögn íbúa er merkingum, sem segja til um að vöktun fari fram, ábótavant og mun nokkur fjöldi nemenda látið í ljós óánægju sína, meðal annars með formlegum kvörtunarbréfum til framkvæmdastjóra vistarinnar. Framkvæmdastjórinn, Guðmundur Magnússon, sagði í samtali við fréttastofu Stöðvar 2 og Bylgjunnar í dag að vélarnar ættu að tryggja sem bestar og öruggastar heimilisaðstæður. Þó eru dæmi um að nemendur telji það ekki réttlæta að einkalíf þeirra sé virt að vettugi eins og það var orðað. Sá benti á að heimavistin er heimili nemendanna í níu mánuði ársins og skv. 7. grein laga um húsaleigubætur er heimavist skilgreind sem heimili. Það sé stjórnarskrárvarinn réttur hvers manns að njóta friðhelgi einkalífs á heimili sínu. Einnig eru gerðar athugasemdir við að herbergisskoðanir eru framkvæmdar hálfsmánaðarlega á vistinni til að kanna umgengni í herbergjum nemenda. Slíkar skoðanir fara þannig fram að starfsmaður bankar upp á. Ef ekki er komið til dyra innan nokkurra sekúndna er farið inn á herbergið. Nemdandinn segir að það hljóti að vera augljóst að þeir geti aldrei notið algjörrar friðhelgi ef þeir eiga á hættu að komið verði inn í herbergi þeirra hvenær dags sem er. Framkvæmdastjóri vistarinnar segir að vissulega séu í gildi strangar umgengnis- og agareglur sem hafi uppeldislegt gildi. Hann bendir jafnframt á þær séu kynntar nemendum áður en þeir flytja inn. Persónuvernd hefur bannað vöktun með öryggismyndavélum á göngum heimavistar Fjölbrautaskólans á Sauðárkróki. Þar var sextán myndavélum komið fyrir. Sextán myndavéla kerfi var keypt fyrir heimavist Menntaskólans og Verkmenntaskólans á Akureyri, en vélarnar hafa þó ekki allar verið í notkun að sögn framkvæmdastjóra heimavistarinnar.
Fréttir Innlent Mest lesið Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Keyrt á fólk í Kaupmannahöfn Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Innlent Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Innlent Fleiri fréttir Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent