Lífið

Wig Wam til Íslands

Norska glysrokksveitin Wig Wam er á leiðinni til landsins. Eins og alþjóð veit keppti sveitin fyrir hönd Noregs í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva í ár og lenti í 9. sæti. Norsararnir voru greinilega í miklu uppáhaldi hjá Íslendingum sem gáfu Noregi fullt hús eða 12 stig í keppninni. Hljómsveitin mun halda tónleika á Gauki á Stöng laugardaginn 2. júlí næstkomandi. Hljómsveitin hefur náð fanta vinsældum á Íslandi undanfarnar vikur og hljómar lagið þeirra „In My Dreams“ (Come On, Come On, Come On ...) ótt og títt, bæði á öldum hljómvakans og á skemmtistöðum bæjarins. Miðasala hefst miðvikudaginn 15. júní á www.concert.is og í síma 511-2255. Miðaverð er 1900 kr. í forsölu.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.