
Viðskipti innlent
Eigendaskipti á Heklu
Eigendaskipti urðu á bílaumboðinu Heklu í dag. KB banki, Straumur og Tryggingamiðstöðin voru keypt út úr fyrirtækinu af Tryggva Jónssyni, forstjóra Heklu, Hjörleifi Jakobssyni, forstjóra Esso, Frosta Bergssyni, fyrrverandi stjórnarformanni Opinna kerfa, og Agli Ágústssyni, forstjóra Íslensk-Ameríska.